Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 20:56 Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, segir að núverandi stjórn Landspítalans hafi átt þátt í að skapa það erfiða ástand sem ríkt hefur lengi á bráðamóttöku spítalans og hafi sýnt að húns sé ekki hæf í að leysa vandann. Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. Í tilkynningu sem fylgir bréfinu segir að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu á bráðamóttökunni, en aðspurður um hvort ekkert hafi gerst í þessum málum sagði Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri erfitt að koma fólki í skilning um stöðu mála. Loforð um úrbætur hafi ekki skilað neinum árangri. Klippa: Félag bráðalækna gagnrýnir stjórn Landspítalans harðlega „Þegar við lendum undir miklu álagi, sérstaklega á stofnun eins og Landspítalanum, sem er alltaf keyrð á yfirálagi, er mikilvægt að þarna sé góð og virk stjórnun. Allar deildir, allur spítalinn þarf að koma saman sem ein heild og taka þau verkefni sem eru fyrir höndum.“ Í tilkynningunni segir að stjórn spítalans hafi „með ráðaleysi sínu breytt Bráðamóttökunni í legudeild“. Engin virk álagsstjórnun sé á LSH og í raun sé spítalinn stjórnlaus. Félagið krefst tafarlausra aðgerða en aðspurður um hvort þau krefjist þess að stjórnin eða forstjóri fari frá segir Bergur: „Núverandi stjórn hefur verið meira eða minna óbreytt síðustu tíu ár. Hún hefur að hluta til verið þáttakandi í að búa til þetta ástand sem er í gangi og hefur sýnt það að hún er ekki hæf í að leysa þetta.“ Tengd skjöl Opið_bréf_til_heilbrigðisráðherraPDF33KBSækja skjal Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Í tilkynningu sem fylgir bréfinu segir að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu á bráðamóttökunni, en aðspurður um hvort ekkert hafi gerst í þessum málum sagði Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri erfitt að koma fólki í skilning um stöðu mála. Loforð um úrbætur hafi ekki skilað neinum árangri. Klippa: Félag bráðalækna gagnrýnir stjórn Landspítalans harðlega „Þegar við lendum undir miklu álagi, sérstaklega á stofnun eins og Landspítalanum, sem er alltaf keyrð á yfirálagi, er mikilvægt að þarna sé góð og virk stjórnun. Allar deildir, allur spítalinn þarf að koma saman sem ein heild og taka þau verkefni sem eru fyrir höndum.“ Í tilkynningunni segir að stjórn spítalans hafi „með ráðaleysi sínu breytt Bráðamóttökunni í legudeild“. Engin virk álagsstjórnun sé á LSH og í raun sé spítalinn stjórnlaus. Félagið krefst tafarlausra aðgerða en aðspurður um hvort þau krefjist þess að stjórnin eða forstjóri fari frá segir Bergur: „Núverandi stjórn hefur verið meira eða minna óbreytt síðustu tíu ár. Hún hefur að hluta til verið þáttakandi í að búa til þetta ástand sem er í gangi og hefur sýnt það að hún er ekki hæf í að leysa þetta.“ Tengd skjöl Opið_bréf_til_heilbrigðisráðherraPDF33KBSækja skjal
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira