Samkvæmt henni verður skólastarf með eðlilegum hætti á morgun, föstudaginn 1. október, „en gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana í öllum grunnskólum bæjarins og sameiginlegum viðburðum sem ekki eru hluti af daglegu skólastarfi hefur verið frestað“.
Smitrakning stendur yfir, en enn sem komið er hafa skólayfirvöldum á Akureyri ekki borist fyrirmæli frá rakningarteymi eða sóttvarnaryfirvöldum um takmarkanir á skólastarfi. Berist slíkt verði „brugðist skjótt við og upplýsingum komið hratt og örugglega á framfæri“.
Eru foreldrar í bænum auk þess hvött til að skrá sig og börn sín strax í sýnatöku verði vart við einkenni.