Viðskipti innlent

Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stóru bankarnir þrír, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki.
Stóru bankarnir þrír, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki. Vísir

Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag.

Starfsmönnum Landsbankans var tilkynnt um uppsagnirnar á miðvikudaginn en bankinn segir uppsagnirnar ekki tengjast fækkun útibúa með beinum hætti. Viðskiptablaðið greinir frá.

Bankar á höfuðborgarsvæðinu hafa fækkað útibúum töluvert undanfarið með aukinni áherslu á netþjónustu en starfsliði Íslandsbanka fækkaði um tuttugu og fjóra í september.

Arion banki sagði einnig upp sex starfsmönnum í síðasta mánuði en uppsagnirnar eru sagðar tengjast hagræðingu. Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en tæplega tuttugu starfsmönnum bankans var sagt upp vegna skipulagsbreytinga og almennrar hagræðingar í maí. 

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja sendu frá sér yfirlýsingu eftir uppsagnir Íslandsbanka í september. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að uppsagnirnar séu í engum takti við afkomu fyrirtækjanna síðustu misseri. 


Tengdar fréttir

Á­hyggjur af stöðugum upp­sögnum

Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri.

Fækkar um 24 í starfs­liði Ís­lands­banka

Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×