Öskurherferðin vann til þrennra Effie-verðlauna Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 13:00 175.000 manns skildu eftir „streitulosandi öskur“ á heimasíðu herferðarinnar. Íslandsstofa Markaðsherferðin Looks Like You Need To Let It Out, Öskurherferðin svokallaða sem unnin var fyrir áfangastaðinn Ísland, hlaut þrenn gullverðlaun alls við afhendingu Effie verðlaunanna í Norður-Ameríku í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að Effie-verðlaunin séu ein eftirsóttustu fagverðlaun sem veitt séu fyrir markaðssetningu og einungis veitt herferðum sem geti sýnt fram á framúrskarandi árangur. „Herferðin var tilnefnd til verðlauna í þremur flokkum: Travel & Tourism, David vs. Goliath og Small Budgets – Services, og hlaut fyrstu verðlaun í þeim öllum. Það voru auglýsingastofan Peel á Íslandi og fjölþjóðlega stofan M&C Saatchi sem unnu herferðina fyrir hönd Íslandsstofu. Markaðsherferðin Looks Like You Need To Let it Out hefur þegar unnið til fjölda verðlauna í markaðssetningu, en í sumar vann hún bæði til verðlauna á The One Show hátíðinni, Digiday Media Awards, og PR Week Global Awards. Effie verðlaunin voru stofnuð árið 1968 og eru ein virtustu auglýsingaverðlaun í heimi. Dómnefndir eru skipaðar fagfólki með mikla reynslu af markaðsmálum sem velja sigurvegara úr stórum hópi innsendinga,“ segir í tilkynningunni. Markaðsherferðinni Let it Out var ýtt úr vör þann 15. júlí 2020 og var markmið hennar að skapa umfjöllun um áfangastaðinn Ísland í erlendum fjölmiðlum og vekja athygli á kostum Íslands sem áfangastaðar á viðsjárverðum tímum. „Herferðin vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla, en alls hafa rúmlega 800 umfjallanir litið dagsins ljós í erlendum miðlum sem ná til um 2,6 milljarða neytenda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Alls hafa um 2,5 milljón manns heimsótt vef verkefnisins og rúmlega 175.000 þeirra skilið eftir sig streitulosandi öskur,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um herferðina. Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að Effie-verðlaunin séu ein eftirsóttustu fagverðlaun sem veitt séu fyrir markaðssetningu og einungis veitt herferðum sem geti sýnt fram á framúrskarandi árangur. „Herferðin var tilnefnd til verðlauna í þremur flokkum: Travel & Tourism, David vs. Goliath og Small Budgets – Services, og hlaut fyrstu verðlaun í þeim öllum. Það voru auglýsingastofan Peel á Íslandi og fjölþjóðlega stofan M&C Saatchi sem unnu herferðina fyrir hönd Íslandsstofu. Markaðsherferðin Looks Like You Need To Let it Out hefur þegar unnið til fjölda verðlauna í markaðssetningu, en í sumar vann hún bæði til verðlauna á The One Show hátíðinni, Digiday Media Awards, og PR Week Global Awards. Effie verðlaunin voru stofnuð árið 1968 og eru ein virtustu auglýsingaverðlaun í heimi. Dómnefndir eru skipaðar fagfólki með mikla reynslu af markaðsmálum sem velja sigurvegara úr stórum hópi innsendinga,“ segir í tilkynningunni. Markaðsherferðinni Let it Out var ýtt úr vör þann 15. júlí 2020 og var markmið hennar að skapa umfjöllun um áfangastaðinn Ísland í erlendum fjölmiðlum og vekja athygli á kostum Íslands sem áfangastaðar á viðsjárverðum tímum. „Herferðin vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla, en alls hafa rúmlega 800 umfjallanir litið dagsins ljós í erlendum miðlum sem ná til um 2,6 milljarða neytenda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Alls hafa um 2,5 milljón manns heimsótt vef verkefnisins og rúmlega 175.000 þeirra skilið eftir sig streitulosandi öskur,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um herferðina.
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira