Íslenski boltinn

Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa
Skipuð verður ný stjórn á ársþinginu í dag.
Skipuð verður ný stjórn á ársþinginu í dag. KSÍ

Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála.

Knattspyrnusamband Íslands bauð upp á beint streymi frá aukaþingi KSÍ en þingið fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Á þinginu kusu þingfulltrúar nýjan formann og nýja stjórn. Þetta verður bráðabirgðastjórn og formaður, sem sitja fram að ársþingi í febrúar 2022.

Fulltrúafjöldi hvers aðildarfélags er sá sami og á síðasta knattspyrnuþingi sem haldið var í febrúar 2021. Á aukaþinginu höfðu allir kjörnir fulltrúar atkvæðisrétt. Kosning fór þannig fram:

a. Kosning formanns til bráðabirgða (1 embætti)

b. Kosning stjórnar til bráðabirgða (8 embætti)

c. Kosning varamanna í stjórn til bráðabirgða (3 embætti)

Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ og hefur kjörnefnd yfirfarið gögn frambjóðenda. Framboðin eru birt í stafrófsröð, en formaður, stjórnarmeðlimir og meðlimir í varastjórn eru öll sjálfkjörin og taka því við viðkomandi embættum. 

  • Kosning formanns
  • Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða:
  • Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík)
  • -
  • Kosning í stjórn
  • Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða:
  • Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík)
  • Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi)
  • Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ)
  • Helga Helgadóttir (Hafnarfirði)
  • Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum)
  • Sigfús Kárason (Reykjavík)
  • Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ)
  • Valgeir Sigurðsson (Garðabæ)
  • -
  • Kosning í varastjórn
  • Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða:
  • Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík)
  • Margrét Ákadóttir (Akranesi)
  • Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)

Fyrsta konan til að gegna embætti formanns innan UEFA

Vanda Sigurgeirsdóttir er þar með fyrsta konan til að gegna embætti formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ekki nóg með það, en hún er einnig fyrsta konan til að gegna slíku embætti innan Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Vanda á þinginu í dag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Tengdar fréttir

Vanda orðin formaður KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×