Borgar Þór í stöðu Árna Páls hjá Uppbyggingasjóði EES Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 17:00 Borgar Þór Einarsson. Borgar Þór Einarsson mun taka við stöðu varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES í Brussel. Borgar Þór var tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum og stjórn sjóðsins tók þá ákvörðun að ráða hann. Hann mun fara með samskipti EFTA-ríkjanna í EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við viðtökuríki sjóðsins í Suður- og Austur-Evrópu, samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá árinu 2018. Hann er hins vegar að láta af störfum og ganga til liðs við nýja stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Sjá einnig: Árni Páll kemur nýr inn í stjórn ESA Borgar Þór er hæstaréttarlögmaður en frá janúar 2017 hefur hann starfað sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, samkvæmt áðurnefndri tilkynningu. Þar hefur hann sérstaklega sinnt málefnum EES-samstarfsins, starfsemi EFTA og utanríkisviðskiptum. Hann situr jafnframt í stjórn Íslandsstofu og Grænvangs. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 með áherslu á þjóðarétt. Hann hefur víðtæka reynslu af lögfræði- og lögmannsstörfum í alþjóðlegum verkefnum. Borgar Þór hefur meðal annars flutt mál fyrir EFTA-dómstólnum. Borgar Þór var sjálfstætt starfandi lögmaður frá 2010 sem eigandi hjá lögmannsstofunni OPUS og síðar CATO. Fyrir það vann hann sem lögfræðingur í Landsbankanum og löglærður fulltrúi á lögmannsstofunni LEX. Hann var varaformaður Lögmannafélags Íslands 2012-13 og á árunum 2003 til 2004 var hann aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Markmið Uppbyggingarsjóðs EES er að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu og stuðla að eflingu tvíhliða samstarfs milli EES/EFTA-ríkjanna og viðtökuríkjanna fimmtán: Búlgaríu, Eistlands, Grikklands, Kýpur, Lettlands, Litáens, Möltu, Portúgal, Póllands, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Króatíu, Tékklands og Ungverjalands. Evrópusambandið Stjórnsýsla Vistaskipti Utanríkismál EFTA Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hann mun fara með samskipti EFTA-ríkjanna í EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við viðtökuríki sjóðsins í Suður- og Austur-Evrópu, samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá árinu 2018. Hann er hins vegar að láta af störfum og ganga til liðs við nýja stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Sjá einnig: Árni Páll kemur nýr inn í stjórn ESA Borgar Þór er hæstaréttarlögmaður en frá janúar 2017 hefur hann starfað sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, samkvæmt áðurnefndri tilkynningu. Þar hefur hann sérstaklega sinnt málefnum EES-samstarfsins, starfsemi EFTA og utanríkisviðskiptum. Hann situr jafnframt í stjórn Íslandsstofu og Grænvangs. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 með áherslu á þjóðarétt. Hann hefur víðtæka reynslu af lögfræði- og lögmannsstörfum í alþjóðlegum verkefnum. Borgar Þór hefur meðal annars flutt mál fyrir EFTA-dómstólnum. Borgar Þór var sjálfstætt starfandi lögmaður frá 2010 sem eigandi hjá lögmannsstofunni OPUS og síðar CATO. Fyrir það vann hann sem lögfræðingur í Landsbankanum og löglærður fulltrúi á lögmannsstofunni LEX. Hann var varaformaður Lögmannafélags Íslands 2012-13 og á árunum 2003 til 2004 var hann aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Markmið Uppbyggingarsjóðs EES er að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu og stuðla að eflingu tvíhliða samstarfs milli EES/EFTA-ríkjanna og viðtökuríkjanna fimmtán: Búlgaríu, Eistlands, Grikklands, Kýpur, Lettlands, Litáens, Möltu, Portúgal, Póllands, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Króatíu, Tékklands og Ungverjalands.
Evrópusambandið Stjórnsýsla Vistaskipti Utanríkismál EFTA Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira