Gosið legið niðri í tvær vikur Tryggvi Páll Tryggvason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. október 2021 13:00 Eldgosið hefur verið með rólegasta móti síðustu tvær vikur. Vísir/Vilhelm Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. Í yfirferð á stöðu gossins á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er vísað í nýjustu mælingar á eldgosinu og hraunflæðinu, sem gerðar voru þann 30. september. Þar kemur fram að gosið hefur legið alveg niðri frá 18. september. Einhver tilfærsla hefur þó orðið á hrauninu. „Eftir að uppstreymi í gígnum hætti að kvöldi 18. september hefur orðið nokkurra metra þykknun í sunnanverðum Geldingadölum og niður í framanverðan Nátthaga. Á sama tíma hefur sléttan í hrauninu vestan gígsins, nyrst í Geldingadölum, sigið um 5-7 metra. Rúmmál þess efnis sem horfið hefur úr norðurenda Geldingadala er álíka mikið og það rúmmál sem bæst hefur við í suðurhlutanum og niðri í Nátthaga. Þarna hefur því orðið tilfærsla innan hraunsins.“ „Á sama tíma og kvikustreymi frá gígnum hefur ekkert verið, hefur rennslið innan hraunsins síðustu 12 daga numið að meðaltali 1 m3/s. Þarna er vissulega bráðin kvika á ferð en aðeins vegna tilfærslu innan hraunsins. Hún skýrir þá glóð sem öðru hverju hefur sést í hrauninu. Tilfærsla af þessu tagi er þekkt í hraungosum,“ segir enn fremur. Myndir sýna glóð sem þó er líklega gömul Vísir fékk sendar myndir sem farþegi í flugi Þyrluþjónustunni Helo sem tók yfir gígnum í gærmorgun þar sem sá má glóð í börmum gígsins. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði segir þó að þarna líti aðeins út fyrir að gömul ókólnuð glóð hafi komið í ljós eftir hrun úr gígbarminum. Glóðin er í gígbarminum.Þyrluþjónustan HELO/Donna McAfee „Þetta eru þykkir veggir og þegar hrynur úr þeim kemur glóð í ljós. Þetta er mjög einangrandi efni, sérstaklega gígarnir. Þannig að glóð í hlíðunum eru bara leifar, það tekur töluverðan tíma fyrir þetta að kólna,“ segir Magnús Tumi. „Ef það væri glóð og tjörn í botninum þá væri það merki um að væri kvika að koma upp“ Þrátt fyrir að gosið hafi látið lítið fyrir sér fara síðustu tvær vikur eða svo er enn of snemmt að lýsa yfir goslokum. „Maður sér að það gufar mikið upp. Mikil móða þarna upp á gossvæðinu þannig það er alveg líklegt að það sé eitthvað kraumandi þarna undir þó það renni ekki hraun þarna út úr gígnum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, vakthafandi náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. 2. október 2021 08:14 Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í yfirferð á stöðu gossins á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er vísað í nýjustu mælingar á eldgosinu og hraunflæðinu, sem gerðar voru þann 30. september. Þar kemur fram að gosið hefur legið alveg niðri frá 18. september. Einhver tilfærsla hefur þó orðið á hrauninu. „Eftir að uppstreymi í gígnum hætti að kvöldi 18. september hefur orðið nokkurra metra þykknun í sunnanverðum Geldingadölum og niður í framanverðan Nátthaga. Á sama tíma hefur sléttan í hrauninu vestan gígsins, nyrst í Geldingadölum, sigið um 5-7 metra. Rúmmál þess efnis sem horfið hefur úr norðurenda Geldingadala er álíka mikið og það rúmmál sem bæst hefur við í suðurhlutanum og niðri í Nátthaga. Þarna hefur því orðið tilfærsla innan hraunsins.“ „Á sama tíma og kvikustreymi frá gígnum hefur ekkert verið, hefur rennslið innan hraunsins síðustu 12 daga numið að meðaltali 1 m3/s. Þarna er vissulega bráðin kvika á ferð en aðeins vegna tilfærslu innan hraunsins. Hún skýrir þá glóð sem öðru hverju hefur sést í hrauninu. Tilfærsla af þessu tagi er þekkt í hraungosum,“ segir enn fremur. Myndir sýna glóð sem þó er líklega gömul Vísir fékk sendar myndir sem farþegi í flugi Þyrluþjónustunni Helo sem tók yfir gígnum í gærmorgun þar sem sá má glóð í börmum gígsins. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði segir þó að þarna líti aðeins út fyrir að gömul ókólnuð glóð hafi komið í ljós eftir hrun úr gígbarminum. Glóðin er í gígbarminum.Þyrluþjónustan HELO/Donna McAfee „Þetta eru þykkir veggir og þegar hrynur úr þeim kemur glóð í ljós. Þetta er mjög einangrandi efni, sérstaklega gígarnir. Þannig að glóð í hlíðunum eru bara leifar, það tekur töluverðan tíma fyrir þetta að kólna,“ segir Magnús Tumi. „Ef það væri glóð og tjörn í botninum þá væri það merki um að væri kvika að koma upp“ Þrátt fyrir að gosið hafi látið lítið fyrir sér fara síðustu tvær vikur eða svo er enn of snemmt að lýsa yfir goslokum. „Maður sér að það gufar mikið upp. Mikil móða þarna upp á gossvæðinu þannig það er alveg líklegt að það sé eitthvað kraumandi þarna undir þó það renni ekki hraun þarna út úr gígnum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, vakthafandi náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. 2. október 2021 08:14 Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58
Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. 2. október 2021 08:14
Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent