39 greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag.
Alls eru 376 í einangrun og 1.103 í sóttkví. Í gær voru 359 í einangrun og 912 í sóttkví. Níu voru á sjúkrahúsi í gær og þar af einn á gjörgæslu.
Sjá einnig: Tuttugu og fimm smit greindust á Akureyri í gær
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að rakning á smitum gærdagsins gangi vel. Hún nái helst til Norðurlands.
„Smitin á Akureyri teygja anga sína um allt samfélagið en flest smitin tengjast inn grunnskólana en einnig inn í ýmist félagsstarf og íþróttaiðkun,“ segir í tilkynningunni.
Þá hvetja almannavarnir fólk til að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum.