Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik, en fyrsta mark eliksins leit ekki dagsins ljós fyrr en að rétt rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka.
Þar var á ferðinni Stina Blackstenius eftir stoðsendingu frá Julia Zigiotti Olme og fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir að Johanna Rytting Kaneryd kom boltanum í netið.
Það reyndust lokatölur leiksins og Häcken er því aðeins þrem stigum á eftir Rosengård sem situr í toppsæti deildairnnar með 45 stig eftir 18 umferðir.