Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi flogið með sérfræðinga almannavarna að skriðusvæðinu í dag þar sem vísindamenn mátu aðstæður. Þá hafi íbúar á bæjum sem urðu innlyksa verið ferjaðir með þyrlunni. Björgunarsveitir hafi aðstoðað bændur á svæðinu við að komast til mjalta í dag.
Myndskeið frá svæðinu tekið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ákveðið hafi verið á fundi með Veðurstofu Íslands að rýming verði í gildi til hádegis á morgun hið minnsta. Þá hafi óvissustigi verið lýst yfir á Tröllaskaga en mikil úrkoma sé enn þar.
Á Ólafsfirði hafi verið tilkynnt um vatn í átján húsum og sjötíu viðbragðsaðilar séu að störfum í bænum.