Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 21:39 Jóhann K. Jóhannsson er slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Myndin er tekin í sumar. Slökkvilið fjallabyggðar Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum. Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“ Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46