Innlent

Enn skelfur jörð við Keili

Árni Sæberg skrifar
Keilir og svæðið í kring úr lofti.
Keilir og svæðið í kring úr lofti. Vísir/RAX

Laust fyrir klukkan fimm í dag varð jarðskjálfti að stærð 3,4 rétt rúmum kílómetra suðsuðvestur af Keili. 

Um er að ræða ellefta skjálftann yfir þrír að stærð frá upphafi jarðskjálftahrinu sem hófst á svæðinu þann 27. september. Sá tíundi reið yfir í hádeginu í dag.

Frá upphafi skjálftahrinunnar hafa ríflega fjögur þúsund skjálftar mælst í nágrenni við Keili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×