Kleinur, pítsudeig og morgunvaktir niðri á bryggju vegna Evrópuævintýris Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 08:01 Haukar urðu bikarmeistarar í síðasta mánuði og tryggðu sér sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins. vísir/hulda margrét Leikmenn, sjálfboðaliðar, stjórnarmenn og aðrir sem að körfuknattleiksdeild Hauka koma hafa gert sitt til að sjaldséð Evrópuævintýri íslensks körfuboltaliðs verði að veruleika. Það kemur til með að kosta tæpar 12 milljónir fyrir Hauka að leika í Evrópubikar kvenna í ár. Haukakonur unnu sér sæti í riðlakeppni Evópubikarsins með því að slá út Sportiva frá Portúgal í umspili. Það þýðir að nú taka við sex leikir fram til 1. desember; þrír á heimavelli, einn í Suður-Frakklandi, einn í Norðaustur-Frakklandi og einn í Tékklandi. Haukar þurfa að standa straum af kostnaði við ferðalögin í útileikina þrjá, og útvega mat og hótel á Íslandi fyrir gesti sína úr liðum Villeneuve-d'Ascq og Tarbes frá Frakklandi, og Brno frá Tékklandi. Körfuknattleikssamband Evrópu veitir Haukum engan styrk fyrir þátttöku í keppninni. Til að fjármagna þátttökuna hafa Haukakonur sjálfar því meðal annars selt kleinur og pítsudeig, og unnið ýmis störf. Auk þess þurfa þær nú að fá frí úr skóla og vinnu til að fara í þrígang til útlanda í miðri viku, til viðbótar við ferðina til Asóreyja þar sem liðið sló Sportiva út í síðustu viku. Stelpurnar meira en til í að taka þátt í fjáröflunum „Okkur finnst þetta bara æðislegt,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, þegar blaðamaður spyr hvort það sé blessun eða bölvun fyrir deildina að hafa komist áfram í Evrópukeppninni. „Við vorum alveg undir það búin að við gætum þurft að fara í þetta verkefni, og settum þessar milljónir inn í áætlanir hjá okkur. Við lítum alls ekki á þetta sem neikvæðan hlut að hafa komist áfram. Þetta er bara verkefni sem við förum í af fullum krafti. Stelpurnar skilja þetta líka og eru meira en til í að taka þátt í fjáröflunum. Þetta er mikið ævintýri fyrir þær og skemmtilegt. Svo snýst þetta líka um alla þessa sjálfboðaliða sem vinna hér saman og það eru allir af vilja gerðir að leggja í þetta,“ segir Bragi en bætir við að hann vildi vissulega óska þess að fyrirkomulagið væri líkt og í fótboltanum, þar sem meiri árangri fylgir verðlaunafé frá knattspyrnusambandi Evrópu. Steiktu kleinur og skráðu farþega skemmtiferðaskipa „Við erum að tala um að þetta verkefni geti kostað á bilinu 10-12 milljónir króna, sennilega nær efra markinu, en við þurfum ekki að leggja út alla þá upphæð. Það á eftir að koma í ljós hvernig gengur að fá styrki með öðrum hætti eins og til dæmis með því að fá mat og slíkt. Hafnarfjarðarbær styrkir okkur líka rausnarlega eins og önnur lið úr bænum sem keppa í Evrópukeppnum,“ segir Bragi. Leikir Hauka í Evrópubikarnum: Fimmtudagur 14. október: Ásvellir: Haukar – Villeneuve-d'Ascq Miðvikudagur 20. október: Frakkland: Tarbes – Haukar Fimmtudagur 28. október: Ásvellir: Haukar – Brno Miðvikudagur 3. nóvember: Frakkland: Villeneuve-d'Ascq – Haukar Fimmtudagur 25. nóvember: Ásvellir: Haukar – Tarbes Miðvikudagur 1. desember: Tékkland: Brno – Haukar Eins og fyrr segir hefur ýmislegt verið gert til að fjármagna Evrópuævintýrið. Fyrsti leikur í riðlakeppninni verður gegn Villeneuve-d‘Ascq á Ásvöllum 14. október. „Við fengum sjálfboðaliða og stjórnarliða í eldhúsið á Ásvöllum til að steikja kleinur. Svo sáu stelpurnar um að selja þetta og keyra út, ásamt pítsudeigum, og við náðum töluverðum pening úr þessari fjáröflun. Stelpurnar voru líka að vakna 5 á morgnana til að fara niður að höfn hérna í Hafnarfirði og skrá farþega inn í landið úr skemmtiferðaskipunum sem lögðust hér að bryggju. Það var líka farið í Bónus að telja vörur, og ýmislegt gert. Þær eru mjög duglegar, og allir í stjórn og sjálfboðaliðar, og það er eina leiðin til að hægt sé að fara í svona verkefni,“ segir Bragi og bætir við: „Við fengum líka næstum því fullt hús af fólki á heimaleikinn okkar [gegn Sportiva] og þar með tekjur af því, og af leikskrá og auglýsingaskiltum. Svo eigum við bara góða samstarfsaðila almennt sem hafa haldið góðri tryggð við okkur. Við eigum enn töluverða vinnu eftir en ég er fullviss um að með góðum vilja takist þetta.“ Skilaboð til skólastjórnenda og vinnuveitenda Leikmenn Hauka eru flestir námsmenn og/eða í vinnu meðfram körfuboltanum. Bragi vonast til að það þýði ekki að þær missi af neinum Evrópuleikjanna sem nú hafa bæst við dagskrá vetrarins, og eru eins og fyrr segir hver um sig í miðri viku. „Ég hugsa að ég setji nú penna á blað og skrifi skilaboð til skólastjórnenda og vinnuveitenda, og skýri hversu einstakt þetta er. Það hafa heilu leikmannaferlarnir klárast án þess að íslenskur kvenmaður hafi nokkurn tímann séð lið reyna fyrir sér í Evrópukeppni. Okkur finnst þetta svo mikilvægt og æðislegt, og það er nauðsynlegt að það verði komið til móts við stelpurnar,“ segir Bragi og bætir við að í ferðinni til Portúgals hafi einmitt mátt sjá leikmenn með bók í hönd í biðröðum á flugvöllum, svo tíminn hafi verið vel nýttur. Haukar Körfubolti Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Sjá meira
Haukakonur unnu sér sæti í riðlakeppni Evópubikarsins með því að slá út Sportiva frá Portúgal í umspili. Það þýðir að nú taka við sex leikir fram til 1. desember; þrír á heimavelli, einn í Suður-Frakklandi, einn í Norðaustur-Frakklandi og einn í Tékklandi. Haukar þurfa að standa straum af kostnaði við ferðalögin í útileikina þrjá, og útvega mat og hótel á Íslandi fyrir gesti sína úr liðum Villeneuve-d'Ascq og Tarbes frá Frakklandi, og Brno frá Tékklandi. Körfuknattleikssamband Evrópu veitir Haukum engan styrk fyrir þátttöku í keppninni. Til að fjármagna þátttökuna hafa Haukakonur sjálfar því meðal annars selt kleinur og pítsudeig, og unnið ýmis störf. Auk þess þurfa þær nú að fá frí úr skóla og vinnu til að fara í þrígang til útlanda í miðri viku, til viðbótar við ferðina til Asóreyja þar sem liðið sló Sportiva út í síðustu viku. Stelpurnar meira en til í að taka þátt í fjáröflunum „Okkur finnst þetta bara æðislegt,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, þegar blaðamaður spyr hvort það sé blessun eða bölvun fyrir deildina að hafa komist áfram í Evrópukeppninni. „Við vorum alveg undir það búin að við gætum þurft að fara í þetta verkefni, og settum þessar milljónir inn í áætlanir hjá okkur. Við lítum alls ekki á þetta sem neikvæðan hlut að hafa komist áfram. Þetta er bara verkefni sem við förum í af fullum krafti. Stelpurnar skilja þetta líka og eru meira en til í að taka þátt í fjáröflunum. Þetta er mikið ævintýri fyrir þær og skemmtilegt. Svo snýst þetta líka um alla þessa sjálfboðaliða sem vinna hér saman og það eru allir af vilja gerðir að leggja í þetta,“ segir Bragi en bætir við að hann vildi vissulega óska þess að fyrirkomulagið væri líkt og í fótboltanum, þar sem meiri árangri fylgir verðlaunafé frá knattspyrnusambandi Evrópu. Steiktu kleinur og skráðu farþega skemmtiferðaskipa „Við erum að tala um að þetta verkefni geti kostað á bilinu 10-12 milljónir króna, sennilega nær efra markinu, en við þurfum ekki að leggja út alla þá upphæð. Það á eftir að koma í ljós hvernig gengur að fá styrki með öðrum hætti eins og til dæmis með því að fá mat og slíkt. Hafnarfjarðarbær styrkir okkur líka rausnarlega eins og önnur lið úr bænum sem keppa í Evrópukeppnum,“ segir Bragi. Leikir Hauka í Evrópubikarnum: Fimmtudagur 14. október: Ásvellir: Haukar – Villeneuve-d'Ascq Miðvikudagur 20. október: Frakkland: Tarbes – Haukar Fimmtudagur 28. október: Ásvellir: Haukar – Brno Miðvikudagur 3. nóvember: Frakkland: Villeneuve-d'Ascq – Haukar Fimmtudagur 25. nóvember: Ásvellir: Haukar – Tarbes Miðvikudagur 1. desember: Tékkland: Brno – Haukar Eins og fyrr segir hefur ýmislegt verið gert til að fjármagna Evrópuævintýrið. Fyrsti leikur í riðlakeppninni verður gegn Villeneuve-d‘Ascq á Ásvöllum 14. október. „Við fengum sjálfboðaliða og stjórnarliða í eldhúsið á Ásvöllum til að steikja kleinur. Svo sáu stelpurnar um að selja þetta og keyra út, ásamt pítsudeigum, og við náðum töluverðum pening úr þessari fjáröflun. Stelpurnar voru líka að vakna 5 á morgnana til að fara niður að höfn hérna í Hafnarfirði og skrá farþega inn í landið úr skemmtiferðaskipunum sem lögðust hér að bryggju. Það var líka farið í Bónus að telja vörur, og ýmislegt gert. Þær eru mjög duglegar, og allir í stjórn og sjálfboðaliðar, og það er eina leiðin til að hægt sé að fara í svona verkefni,“ segir Bragi og bætir við: „Við fengum líka næstum því fullt hús af fólki á heimaleikinn okkar [gegn Sportiva] og þar með tekjur af því, og af leikskrá og auglýsingaskiltum. Svo eigum við bara góða samstarfsaðila almennt sem hafa haldið góðri tryggð við okkur. Við eigum enn töluverða vinnu eftir en ég er fullviss um að með góðum vilja takist þetta.“ Skilaboð til skólastjórnenda og vinnuveitenda Leikmenn Hauka eru flestir námsmenn og/eða í vinnu meðfram körfuboltanum. Bragi vonast til að það þýði ekki að þær missi af neinum Evrópuleikjanna sem nú hafa bæst við dagskrá vetrarins, og eru eins og fyrr segir hver um sig í miðri viku. „Ég hugsa að ég setji nú penna á blað og skrifi skilaboð til skólastjórnenda og vinnuveitenda, og skýri hversu einstakt þetta er. Það hafa heilu leikmannaferlarnir klárast án þess að íslenskur kvenmaður hafi nokkurn tímann séð lið reyna fyrir sér í Evrópukeppni. Okkur finnst þetta svo mikilvægt og æðislegt, og það er nauðsynlegt að það verði komið til móts við stelpurnar,“ segir Bragi og bætir við að í ferðinni til Portúgals hafi einmitt mátt sjá leikmenn með bók í hönd í biðröðum á flugvöllum, svo tíminn hafi verið vel nýttur.
Leikir Hauka í Evrópubikarnum: Fimmtudagur 14. október: Ásvellir: Haukar – Villeneuve-d'Ascq Miðvikudagur 20. október: Frakkland: Tarbes – Haukar Fimmtudagur 28. október: Ásvellir: Haukar – Brno Miðvikudagur 3. nóvember: Frakkland: Villeneuve-d'Ascq – Haukar Fimmtudagur 25. nóvember: Ásvellir: Haukar – Tarbes Miðvikudagur 1. desember: Tékkland: Brno – Haukar
Haukar Körfubolti Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Sjá meira