Að sögn Ölandsbladet fannst hann nálægt þeim stað þar sem hann týndist eftir slys á sæþotu um kl 10.25 að staðartíma.
Ölandsbladet hefur eftir Evelina Olsson, upplýsingafulltrúa lögreglunnar, að kafarar hafi fundið manninn utan við Borgholm.
Lögreglan telur ekki að neitt saknæmt hafi átt sér stað en krufning mun fara fram, til að skera úr um dánarorsök.
Karl-Johan Daleen, starfandi slökkviliðsstjóri á Öland sagði að kafarasveit Slökkviliðsins í Kalmar hafi reglulega staðið fyrir æfingavikum og hafi ákveðið að halda æfinguna nú á þessum stað til að aðstoða við leitina.
„Og það var þannig sem maðurinn fannst,“ sagði hann.
Tilkynnt var um hvarf mannsins eftir að sjónarvottur, sem stóð á bryggju, tilkynnti að hann hafi séð manninn falla af sæþotunni um tvö hundruð metra frá landi. Sjónarvotturinn sagðist hafa séð manninn vera í blautbúningi, en ekki björgunarvesti.
Nokkrir vinir og vandamenn mannsins héldu utan til að aðstoða við leitina að manninum. Notast var við báta, þyrlur og kafara við leitina.
Fréttin var uppfærð.