Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 13:37 Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Vísir/Vilhelm 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43