„Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 22:10 Kveðjuleikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Breiðablik var gegn Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í kvöld. vísir/vilhelm Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. „Þetta var kröftugur leikur hjá okkur, sérstaklega í vörninni. Við lokuðum vel á þær og vorum sterkar í návígum. Svo áttum við fína kafla og fengum tækifæri til að skora en það gekk ekki. Ég held að þetta hafi verið fín byrjun á þessari riðlakeppni og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Það hlýtur að vera að liðið geti náð góðum árangri ef við spilum svona,“ sagði Vilhjálmur á blaðamannafundi eftir leik. Hann segir að Blikar hafi farið inn í leikinn fullar sjálfstrausts og ætlað sér að ná í stig gegn frönsku meisturunum. Einbeittur og hungraður hópur „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér sem 1-1 leik og það stefndi í það á tímabili. Við höfðum mikla trú á verkefninu. Og það sem hefur skipt miklu máli fyrir okkur að undanförnu er að hópurinn hefur verið mjög einbeittur og hungraður. Það skein í gegn í dag og er komið til að vera í þessari keppni. Það verður erfitt að koma hingað og spila gegn Breiðabliki,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst liðið flott og búa til flotta kvöldstund fyrir tæplega 1500 áhorfendur. Við buðum upp á fínan leik gegn einu besta liði í heimi.“ Virkilega gaman að enda þetta svona Vilhjálmur var heiðraður eftir leik, þakkað fyrir góð störf og áhorfendur á Kópavogsvelli klöppuðu honum lof í lófa. „Þetta var æðislegt. Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er stutt á milli leikja og við gátum ekki eytt heilli viku í undirbúning. Við notuðum eiginlega bara eina æfingu til að undirbúa þessar varnarfærslur. Svo byggjum við alltaf á okkar leik. Það var virkilega gaman að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
„Þetta var kröftugur leikur hjá okkur, sérstaklega í vörninni. Við lokuðum vel á þær og vorum sterkar í návígum. Svo áttum við fína kafla og fengum tækifæri til að skora en það gekk ekki. Ég held að þetta hafi verið fín byrjun á þessari riðlakeppni og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Það hlýtur að vera að liðið geti náð góðum árangri ef við spilum svona,“ sagði Vilhjálmur á blaðamannafundi eftir leik. Hann segir að Blikar hafi farið inn í leikinn fullar sjálfstrausts og ætlað sér að ná í stig gegn frönsku meisturunum. Einbeittur og hungraður hópur „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér sem 1-1 leik og það stefndi í það á tímabili. Við höfðum mikla trú á verkefninu. Og það sem hefur skipt miklu máli fyrir okkur að undanförnu er að hópurinn hefur verið mjög einbeittur og hungraður. Það skein í gegn í dag og er komið til að vera í þessari keppni. Það verður erfitt að koma hingað og spila gegn Breiðabliki,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst liðið flott og búa til flotta kvöldstund fyrir tæplega 1500 áhorfendur. Við buðum upp á fínan leik gegn einu besta liði í heimi.“ Virkilega gaman að enda þetta svona Vilhjálmur var heiðraður eftir leik, þakkað fyrir góð störf og áhorfendur á Kópavogsvelli klöppuðu honum lof í lófa. „Þetta var æðislegt. Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er stutt á milli leikja og við gátum ekki eytt heilli viku í undirbúning. Við notuðum eiginlega bara eina æfingu til að undirbúa þessar varnarfærslur. Svo byggjum við alltaf á okkar leik. Það var virkilega gaman að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30