Leikmennirnir eru Courtney Williams og Crystal Bradford. Það sem hefur kallað á gagnrýni á forráðamenn Atlanta Dream í þessu máli er að félagið vissi af atvikinu sem gerðist í maí en aðhafðist ekkert á meðan tímabilinu stóð.
The Atlanta Dream will not re-sign Courtney Williams and Crystal Bradford under any circumstances, per @howardmegdal
— Bleacher Report NBA (@BR_NBA) October 6, 2021
Both Williams and Bradford were involved in a brawl outside a day club last May in Atlanta pic.twitter.com/ZeLfFxf2QE
Þær Williams og Bradford kláruðu því tímabilið með Dream liðinu eins og ekkert hefði komið upp á.
Williams var besti leikmaður liðsins og var efst hjá því í stigum (16,5 í leik), fráköstum (6,8) og stoðsendingum (4,0) á leiktíðinni en Bradford var í fínu hlutverki með 8,8 stig og 3,8 fráköst í leik. Bradford kláraði þó ekki tímabilið því hún meiddist í ágúst.
Þegar myndband af slagsmálunum, sem urðu út á götu fyrir framan matarvagn nærri skemmtistað í miðborg Atlanta, fór að vekja athygli á netinu, þá ákváðu yfirmenn félagsins að hvorugur leikmaðurinn fengi að spila hjá Dream á næstu leiktíð.
CAUGHT ON CAMERA: In a video posted to Twitter Sunday, Dream players Courtney Williams and Crystal Bradford are involved in a large physical altercation with several others. https://t.co/KDz6gq57kS
— CBS46 (@cbs46) October 4, 2021
Marcus Crenshaw, umboðsmaður leikmannanna, sagði að félagið hefði ekki refsað leikmönnunum á sínum tíma þrátt fyrir að hafa vitað af slagsmálunum.
Hann telur að félagið skammist sín fyrir atvikið og vilji því losa sig við báða leikmennina. Bæði Atlanta Dream og WNBA deildin segja að málið sé enn í rannsókn.