Þungavigtin: Matthías sagði sína skoðun á stjórnlausa svartholinu Tyler Sabin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 11:31 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem Rikki G íþróttafréttamaður stýrir ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Þungavigtin Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin fór á kostum með KR-ingum í körfuboltanum á síðustu leiktíð en það voru ekki allir liðsfélagarnir nógu ánægðir með hann. Matthías Orri Sigurðsson sagði sína skoðun á Sabin þegar hann mætti í hlaðvarpsþáttinn Þungavigtina. Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift. KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift.
KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum