Launakostnaður sveitarfélaga gæti valdið stórslysi Þorgils Jónsson skrifar 7. október 2021 12:05 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í ræðu sinni í morgun að aukinn launakostnaður sveitarfélaga væri áhyggjuefni sem þyfrti að taka tillit til í komandi kjaraviðræðum. Vísir/Vilhelm Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun að aukin launakostnaður gæti valdið stórslysi fyrir fjármál sveitarfélaganna. „Hið opinbera á ekki að leiða launaþróun í landinu. Þar á hinn almenni markaður að draga vagninn og þá sérstaklega hinar gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar,“ sagði hún. „Hið opinbera á svo að fylgja í kjölfarið í sama takti. Það eru takmörk fyrir því hvað launakostnaður getur vaxið án þess að stórslys verði raunin. Það verður við öll að hafa í huga í komandi kjaraviðræðum.“ Aldís sagði að mörg sveitarfélög stæðu enn vel en sum stæðu þó höllum fæti. Líkur væru á að fjárhagsstaða sveitarfélaga myndi versna í ár frá fyrra ári, „meðal annars vegna aukinna launaútgjalda, sem virðast vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars.“ Hún hafði áður getið þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi farið versnandi þegar árið 2019, en aftur á móti hafi svartsýnustu spár um neikvæða þróun vegna Covid-faraldursins ekki ræst á síðasta ári. Því þakkaði hún „víðtækum og markvissum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis í efnahagsmálum sem komu sveitarfélögunum mjög til góða“. Fjármálaráðstefnan stendur yfir fram eftir degi á Hilton Reykjavík Nordica og er í beinni útsendingu sem má sjá hér að neðan. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Hið opinbera á ekki að leiða launaþróun í landinu. Þar á hinn almenni markaður að draga vagninn og þá sérstaklega hinar gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar,“ sagði hún. „Hið opinbera á svo að fylgja í kjölfarið í sama takti. Það eru takmörk fyrir því hvað launakostnaður getur vaxið án þess að stórslys verði raunin. Það verður við öll að hafa í huga í komandi kjaraviðræðum.“ Aldís sagði að mörg sveitarfélög stæðu enn vel en sum stæðu þó höllum fæti. Líkur væru á að fjárhagsstaða sveitarfélaga myndi versna í ár frá fyrra ári, „meðal annars vegna aukinna launaútgjalda, sem virðast vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars.“ Hún hafði áður getið þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi farið versnandi þegar árið 2019, en aftur á móti hafi svartsýnustu spár um neikvæða þróun vegna Covid-faraldursins ekki ræst á síðasta ári. Því þakkaði hún „víðtækum og markvissum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis í efnahagsmálum sem komu sveitarfélögunum mjög til góða“. Fjármálaráðstefnan stendur yfir fram eftir degi á Hilton Reykjavík Nordica og er í beinni útsendingu sem má sjá hér að neðan.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31