Launakostnaður sveitarfélaga gæti valdið stórslysi Þorgils Jónsson skrifar 7. október 2021 12:05 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í ræðu sinni í morgun að aukinn launakostnaður sveitarfélaga væri áhyggjuefni sem þyfrti að taka tillit til í komandi kjaraviðræðum. Vísir/Vilhelm Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun að aukin launakostnaður gæti valdið stórslysi fyrir fjármál sveitarfélaganna. „Hið opinbera á ekki að leiða launaþróun í landinu. Þar á hinn almenni markaður að draga vagninn og þá sérstaklega hinar gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar,“ sagði hún. „Hið opinbera á svo að fylgja í kjölfarið í sama takti. Það eru takmörk fyrir því hvað launakostnaður getur vaxið án þess að stórslys verði raunin. Það verður við öll að hafa í huga í komandi kjaraviðræðum.“ Aldís sagði að mörg sveitarfélög stæðu enn vel en sum stæðu þó höllum fæti. Líkur væru á að fjárhagsstaða sveitarfélaga myndi versna í ár frá fyrra ári, „meðal annars vegna aukinna launaútgjalda, sem virðast vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars.“ Hún hafði áður getið þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi farið versnandi þegar árið 2019, en aftur á móti hafi svartsýnustu spár um neikvæða þróun vegna Covid-faraldursins ekki ræst á síðasta ári. Því þakkaði hún „víðtækum og markvissum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis í efnahagsmálum sem komu sveitarfélögunum mjög til góða“. Fjármálaráðstefnan stendur yfir fram eftir degi á Hilton Reykjavík Nordica og er í beinni útsendingu sem má sjá hér að neðan. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
„Hið opinbera á ekki að leiða launaþróun í landinu. Þar á hinn almenni markaður að draga vagninn og þá sérstaklega hinar gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar,“ sagði hún. „Hið opinbera á svo að fylgja í kjölfarið í sama takti. Það eru takmörk fyrir því hvað launakostnaður getur vaxið án þess að stórslys verði raunin. Það verður við öll að hafa í huga í komandi kjaraviðræðum.“ Aldís sagði að mörg sveitarfélög stæðu enn vel en sum stæðu þó höllum fæti. Líkur væru á að fjárhagsstaða sveitarfélaga myndi versna í ár frá fyrra ári, „meðal annars vegna aukinna launaútgjalda, sem virðast vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars.“ Hún hafði áður getið þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi farið versnandi þegar árið 2019, en aftur á móti hafi svartsýnustu spár um neikvæða þróun vegna Covid-faraldursins ekki ræst á síðasta ári. Því þakkaði hún „víðtækum og markvissum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis í efnahagsmálum sem komu sveitarfélögunum mjög til góða“. Fjármálaráðstefnan stendur yfir fram eftir degi á Hilton Reykjavík Nordica og er í beinni útsendingu sem má sjá hér að neðan.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31