Umfjöllun: Vestri - Keflavík 99-101 | Nýliðarnir óheppnir að ná ekki sigri gegn deildarmeisturunum Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 7. október 2021 23:10 Keflvíkingar unnu nauman sigur gegn nýliðum Vestra í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Vestri tók á móti deildarmeisturunum frá Keflavík í sínum fyrsta leik í efstu deild í háa herrans tíð. Það er óhætt að segja að nýliðarnir hafi staðið í deildarmeisturunum, en lokatölur urðu 99-101, Keflvíkingum í vil, eftir tvöfalda framlengingu. Miðað við spá liðanna í deildinni var ekki mikil spenna í kortunum, Keflavík verandi deildarmeistarar og Vestra spáð beint aftur niður um deild í 12. sætinu. Leikurinn var þó spennandi frá byrjun og náðu Keflvíkingar aldrei að hrista Vestra af sér, en í enda 1. leikhluta var aðeins fjögurra stiga munur á liðunum. Í þeim næsta var forusta Keflavík orðinn 12 stig, eða 34-46. Eitthvað hefur Pétur sagt rétt við strákana sína í hálfleik, en þeir komu frábærlega inn í 3. leikhluta og unnu hann með 8 stigum. Með aðeins fjögurra stiga mun og stuðningsmenn á bakinu héldu Vestramenn uppteknum hætti í 4. leikhluta og unnu hann 19-15, þar með jafnt og í framlengingu skal farið. Hérna má svo sem segja að þakið hafið ætla af kofanum, trommusláttur var mikill, það sat enginn í sætinu sínu og fólki farið að sækja 3. eða jafnvel 4. grímuna ofan í veskið, hinar voru löngu farnar í öllum látunum. Eftir svona hörku leik var ein framlenging hreinlega ekki nóg, þrátt fyrir að vallargestir væru farnir að taka andköfum af spennu, þá skal halda í aðra framlengingu. Bæði lið voru á þessum tímapunkti farinn að gera mistök, enda menn orðnir þreyttir og bæði lið búnir að missa sterka pósta af velli með fimm villur.En það fór á endanum svo að Keflavík hafði sigur 99-101. Af hverju vann Keflavík? Þegar upp var staðið, eftir tvíframlengdan leik, að þá hafði eflaust reynslan mikið að segja. Keflvíkingar, verandi deildarmeistarar og með leikmenn vana svona pressu, einfaldlega tóku þetta á seiglunni, þótt lítið mætti út af standa. Hverjir stóðu upp úr? Hérna er erfitt að taka einhvern einn úr menginu, Jaka, Valur Orri og David voru allir frábærir hjá Keflavík, ásamt því að Milka skapaði ítrekað vandræði fyrir leikmenn Vestra og var harður í horn að taka að vanda. Hjá Vestra voru það þeir Ken-Jah og Nemanja sem drógu vagninn, en áttu þeir báðir stórgóðan leik í kvöld og greinilega að það mun mæða mikið á þeim tveimur í vetur. Hvað gekk illa? Mér finnst eiginlega ósanngjarnt að fara taka eitthvað slæmt úr þessum leik, hann var frábær skemmtun og hafði allt sem maður vill sjá í körfuboltaleik. Hvað gerist næst? Vestri heldur áfram sinni gríðarlega erfiðu byrjun, en Þór frá Þorlákshöfn tekur á móti þeim n.k. fimmtudag klukkan 18:15. Það verður eflaust seint talið auðveld byrjun fyrur nýliðana að fá fyrst deildar og svo Íslandsmeistarana í fyrstu tveimur umferðunum. Keflavík hinsvegar fer á föstudaginn eftir viku og mætir Stjörnunni á heimavelli klukkan 20:15. Subway-deild karla Vestri Keflavík ÍF
Vestri tók á móti deildarmeisturunum frá Keflavík í sínum fyrsta leik í efstu deild í háa herrans tíð. Það er óhætt að segja að nýliðarnir hafi staðið í deildarmeisturunum, en lokatölur urðu 99-101, Keflvíkingum í vil, eftir tvöfalda framlengingu. Miðað við spá liðanna í deildinni var ekki mikil spenna í kortunum, Keflavík verandi deildarmeistarar og Vestra spáð beint aftur niður um deild í 12. sætinu. Leikurinn var þó spennandi frá byrjun og náðu Keflvíkingar aldrei að hrista Vestra af sér, en í enda 1. leikhluta var aðeins fjögurra stiga munur á liðunum. Í þeim næsta var forusta Keflavík orðinn 12 stig, eða 34-46. Eitthvað hefur Pétur sagt rétt við strákana sína í hálfleik, en þeir komu frábærlega inn í 3. leikhluta og unnu hann með 8 stigum. Með aðeins fjögurra stiga mun og stuðningsmenn á bakinu héldu Vestramenn uppteknum hætti í 4. leikhluta og unnu hann 19-15, þar með jafnt og í framlengingu skal farið. Hérna má svo sem segja að þakið hafið ætla af kofanum, trommusláttur var mikill, það sat enginn í sætinu sínu og fólki farið að sækja 3. eða jafnvel 4. grímuna ofan í veskið, hinar voru löngu farnar í öllum látunum. Eftir svona hörku leik var ein framlenging hreinlega ekki nóg, þrátt fyrir að vallargestir væru farnir að taka andköfum af spennu, þá skal halda í aðra framlengingu. Bæði lið voru á þessum tímapunkti farinn að gera mistök, enda menn orðnir þreyttir og bæði lið búnir að missa sterka pósta af velli með fimm villur.En það fór á endanum svo að Keflavík hafði sigur 99-101. Af hverju vann Keflavík? Þegar upp var staðið, eftir tvíframlengdan leik, að þá hafði eflaust reynslan mikið að segja. Keflvíkingar, verandi deildarmeistarar og með leikmenn vana svona pressu, einfaldlega tóku þetta á seiglunni, þótt lítið mætti út af standa. Hverjir stóðu upp úr? Hérna er erfitt að taka einhvern einn úr menginu, Jaka, Valur Orri og David voru allir frábærir hjá Keflavík, ásamt því að Milka skapaði ítrekað vandræði fyrir leikmenn Vestra og var harður í horn að taka að vanda. Hjá Vestra voru það þeir Ken-Jah og Nemanja sem drógu vagninn, en áttu þeir báðir stórgóðan leik í kvöld og greinilega að það mun mæða mikið á þeim tveimur í vetur. Hvað gekk illa? Mér finnst eiginlega ósanngjarnt að fara taka eitthvað slæmt úr þessum leik, hann var frábær skemmtun og hafði allt sem maður vill sjá í körfuboltaleik. Hvað gerist næst? Vestri heldur áfram sinni gríðarlega erfiðu byrjun, en Þór frá Þorlákshöfn tekur á móti þeim n.k. fimmtudag klukkan 18:15. Það verður eflaust seint talið auðveld byrjun fyrur nýliðana að fá fyrst deildar og svo Íslandsmeistarana í fyrstu tveimur umferðunum. Keflavík hinsvegar fer á föstudaginn eftir viku og mætir Stjörnunni á heimavelli klukkan 20:15.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti