Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, undankeppni HM og tölvuleikir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valsmenn heimsækja Tindastól í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta í kvöld.
Valsmenn heimsækja Tindastól í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Vísir/Vilhelm

Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar tvö í dag og í kvöld, en alls eru tíu beinar útsendingar á dagskrá.

Dagurinn byrjar klukkan 11:00 á Stöð 2 eSport þar sem að heimsmeistaramótið í League of Legends heldur áfram, en í dag hefst útsláttakeppni undanriðlanna þar sem laus sæti í riðlakeppninni sjálfri eru í boði. Seinni viðureign dagsins hefst svo klukkan 16:00 á sömu rás.

Tölvuleikjadeginum er þó ekki lokið, en Vodafone-deildin í CS:GO heldur áfram á Stöð 2 eSport frá klukkan 20:15.

Golfið á sinn sess á sportásum Stöðvar 2 í dag, en klukkan 12:00 hefst útsending frá ACCIONA Open De Espana á Stöð 2 Golf, og klukkan 16:00 er Founders Cup á dagskrá á Stöð 2 Sport 4. 

Shriners Children's Open lokar svo golfdeginum á Stöð2 Golf frá klukkan 21:00.

Tyrkland og Noregur eigast við í undankeppni HM 2022 á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:35, og að þeim leik loknum er Markaþáttur HM 2022 á dagskrá.

Subway-deild karla í körfubolta er farin að rúlla, og klukkan 20:00 hefst útsending frá viðureign Tindastóls og Vals á Stöð 2 Sport. Í beinu framhaldi af þeim leik er Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem að sérfræðingarnir fara yfir fyrstu umferð Subway-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×