Wolka segir frá 32 ára pólskri konu sem fórnar öllu með því að brjóta skilorð sitt, eftir fimmtán ára afplánun í fangelsi vegna morðs, og ferðast til Íslands til að leita að konu fyrir dularfullar sakir. Myndin er ein þriggja íslenskra kvikmynda hátíðarinnar, hinar eru heimildarmyndirnar Ekki einleikið og Hvunndagshetjur, sem einblína á sjónarhorn innflytjenda eða fólks með erlendan uppruna á Íslandi, og fer nánast alfarið fram á pólsku.
Árni Ólafur nam leikstjórn í kvikmyndaskólanum í Łódź í Póllandi á sínum tíma, en það er ein virtasti háskóli sinnar gerðar í heiminum. Myndin er pólsk-íslensk samframleiðsla, en Árni skrifaði handritið ásamt Michal Godzic, en í stöðum listrænna stjórnenda má finna góða blöndu Íslendinga og Pólverja.
Elín Guðmundsdóttir ljósmyndari Vísis kíkti á RIFF frumsýninguna á Wolka í Bíó Paradís.








Fleiri myndir má finna í albúminu hér fyrir neðan.