„Nagladekk eru bara úrelt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2021 11:38 Ágústa Þóra Jónsdóttir er varaformaður Landverndar. Úr einkasafni/Vilhelm Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. Reykjavíkurborg sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun undir yfirskriftinni „Nagladekk eru ekki góður kostur í Reykjavík“. Borgin segir nagladekk hafa verið ofmetin í borgum og að mörg dæmi séu um að borgaryfirvöld banni hreinlega slík dekk eða leggi á þau sérstakt gjald. Það sé aftur á móti ekki leyfilegt samkvæmt umferðarlögum á Íslandi - en borgarbúar hvattir til að ígrunda vel val á dekkjum, nú þegar veturinn er handan við hornið. Ágústa Þóra Jónsdóttir varaformaður Landverndar áréttar mikilvægi öryggis í umferðinni - en nýjar rannsóknir, til dæmis könnun FÍB frá 2019 og sænsk rannsókn frá 2017, sýni að nagladekk séu ekki endilega besti kosturinn í því tilliti. Eldri rannsóknir á þessu eigi ekki við í borgum í dag. „Þær voru gerðar á bílum sem eru ekki með stöðugleikakerfi eða ABS-bremsur og í þessum rannsóknum kemur sérstaklega fram að ef bílar eru með stöðugleikakerfi og ABS-bremsur, þá erum við með jafngóð gæði fyrir nagladekk og venjuleg vetrardekk. Og í dag er þetta staðalbúnaður í öllum bílum. Þannig að við erum komin á þann stað þar sem nagladekk eru bara úrelt,“ segir Ágústa . „Góð vetrardekk eru jafngóð í hálku og nagladekk.“ Nagladekk helsti mengunarvaldurinn Þá bendir Ágústa á að loftmengun í Reykjavík, sem hafi farið yfir heilsuverndarmörk 52 daga í Reykjavík í fyrra, megi helst rekja til nagladekkja. „Sjötíu manns á ári eru að deyja ótímabærum dauða út af loftmengun,“ segir Ágústa. Það sé alls ekki nóg að sópa götur borgarinnar betur. „Það er algjörlega minniháttar miðað við hverju nagladekkin valda, nagladekkin valda tuttuguföldu sliti á vegunum miðað við venjuleg dekk,“ segir Ágústa. Samgöngur Reykjavík Nagladekk Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02 Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00 Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Reykjavíkurborg sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun undir yfirskriftinni „Nagladekk eru ekki góður kostur í Reykjavík“. Borgin segir nagladekk hafa verið ofmetin í borgum og að mörg dæmi séu um að borgaryfirvöld banni hreinlega slík dekk eða leggi á þau sérstakt gjald. Það sé aftur á móti ekki leyfilegt samkvæmt umferðarlögum á Íslandi - en borgarbúar hvattir til að ígrunda vel val á dekkjum, nú þegar veturinn er handan við hornið. Ágústa Þóra Jónsdóttir varaformaður Landverndar áréttar mikilvægi öryggis í umferðinni - en nýjar rannsóknir, til dæmis könnun FÍB frá 2019 og sænsk rannsókn frá 2017, sýni að nagladekk séu ekki endilega besti kosturinn í því tilliti. Eldri rannsóknir á þessu eigi ekki við í borgum í dag. „Þær voru gerðar á bílum sem eru ekki með stöðugleikakerfi eða ABS-bremsur og í þessum rannsóknum kemur sérstaklega fram að ef bílar eru með stöðugleikakerfi og ABS-bremsur, þá erum við með jafngóð gæði fyrir nagladekk og venjuleg vetrardekk. Og í dag er þetta staðalbúnaður í öllum bílum. Þannig að við erum komin á þann stað þar sem nagladekk eru bara úrelt,“ segir Ágústa . „Góð vetrardekk eru jafngóð í hálku og nagladekk.“ Nagladekk helsti mengunarvaldurinn Þá bendir Ágústa á að loftmengun í Reykjavík, sem hafi farið yfir heilsuverndarmörk 52 daga í Reykjavík í fyrra, megi helst rekja til nagladekkja. „Sjötíu manns á ári eru að deyja ótímabærum dauða út af loftmengun,“ segir Ágústa. Það sé alls ekki nóg að sópa götur borgarinnar betur. „Það er algjörlega minniháttar miðað við hverju nagladekkin valda, nagladekkin valda tuttuguföldu sliti á vegunum miðað við venjuleg dekk,“ segir Ágústa.
Samgöngur Reykjavík Nagladekk Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02 Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00 Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Sektum verður beitt vegna nagladekkja frá og með morgundeginum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt á Facebook síðu sinni að frá og með 11. maí, á morgun verði ökumenn á nagladekkjum sektaðir. 10. maí 2021 07:02
Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. 14. apríl 2021 07:00
Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. 27. janúar 2021 14:49