Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 11:37 Hópsýking á Akureyri hefur sett sinn svip á bæinn að undanförnu. Vísir/Tryggvi Páll 116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla. Alls fjölgaði þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Norðurlandi eystra um sautján á milli daga. 144 eru í einangrun á svæðinu, þar af 116 á Akureyri og 22 á Húsavík og Þingeyjarsveit. Töluverður fjöldi losnaði hins vegar úr sóttkví á milli daga. Tekin voru tæplega sjö hundruð sýni á Akureyri í gær og fækkaði þeim sem var í sóttkví á Norðurlandi eystra um 327 á milli daga. 941 er í sóttkví, þar af 818 á Akureyri. Skýringin á þessari talsverðu fækkunar einstaklinga í sóttkví skýrist af því að fjöldi grunnskólabarna sem fór í sóttkví í síðustu viku fór í skimun í gær, til þess að losna úr sóttkví. Er því búist við áframhaldandi eril í sýnatöku á Akureyri. Af þeim sökum verður opið lengur í sýnatöku þar, eða til klukkan fimmtán í dag. Þá verður einnig opið í sýnatöku á Húsavík um helgina. Hópsýkingin á Akureyri, sem einkum hefur verið tengd við grunnskólana í bænum, hefur sett sinn svip á skólastarfið. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að 62 nemendur og níu starfsmenn í grunnskólum bæjarins séu í einangrun með Covid-19. Þá er eitt barn í leikskólum bæjarins í einangrun, en 43 börn og starfsmenn í sóttkví. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39 Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Alls fjölgaði þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Norðurlandi eystra um sautján á milli daga. 144 eru í einangrun á svæðinu, þar af 116 á Akureyri og 22 á Húsavík og Þingeyjarsveit. Töluverður fjöldi losnaði hins vegar úr sóttkví á milli daga. Tekin voru tæplega sjö hundruð sýni á Akureyri í gær og fækkaði þeim sem var í sóttkví á Norðurlandi eystra um 327 á milli daga. 941 er í sóttkví, þar af 818 á Akureyri. Skýringin á þessari talsverðu fækkunar einstaklinga í sóttkví skýrist af því að fjöldi grunnskólabarna sem fór í sóttkví í síðustu viku fór í skimun í gær, til þess að losna úr sóttkví. Er því búist við áframhaldandi eril í sýnatöku á Akureyri. Af þeim sökum verður opið lengur í sýnatöku þar, eða til klukkan fimmtán í dag. Þá verður einnig opið í sýnatöku á Húsavík um helgina. Hópsýkingin á Akureyri, sem einkum hefur verið tengd við grunnskólana í bænum, hefur sett sinn svip á skólastarfið. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að 62 nemendur og níu starfsmenn í grunnskólum bæjarins séu í einangrun með Covid-19. Þá er eitt barn í leikskólum bæjarins í einangrun, en 43 börn og starfsmenn í sóttkví.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39 Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39
Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30