Bíó og sjónvarp

Bein út­sending: RIFF spjall um kvik­mynda­gerð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aníta Briem er ein þeirra sem tekur þátt í bransaspjallinu á RIFF í dag.
Aníta Briem er ein þeirra sem tekur þátt í bransaspjallinu á RIFF í dag. Vísir/Vilhelm

Í dag sýnum við frá bransadögum RIFF í beinni útsendingu frá 16.00 – 17.30 hér á Vísi. Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en fara fram í Norræna húsinu og standa til 9. október.

Þriðja málstofa Bransadaga er svokallað RIFF spjall, eða RIFF talks. 

„Ungt kvikmyndagerðarfólk og skapandi fólk deilir reynslu sinni með áhorfendum í anda Ted Talks með áherslu á kvikmyndagerð. Markmiðið er að fræða um starfsgreinina og veita innblástur.“ 

Mælendur eru Aníta Bríem leikkona, Einar Egilsson leikstjóri/handritshöfundur, Eðvarð Egilsson tónskáld, Erlendur Sveinsson kvikmyndatökumaður, Lilja Jónsdóttir sviðsljósmyndari, Sigga Regína kvikmyndagerðarkona, Skúli Helgi sviðshljóðmaður og Sylvía Lovetank myndlistarkona og búningahönnuður.

Viðburðurinn er opinn almenningi en eins og síðustu daga er nauðsynlegt að skrá sig áður á https://riff.is/industry-days/ .

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni hér fyrir neðan frá 16 til 17.30 í dag.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.