Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Ak. 69-61 | Torsóttur sigur Grindavíkur í fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 8. október 2021 20:40 Kristinn Pálsson skoraði 16 stig og tók 8 fráköst í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Grindavík vann sigur á Þórsurum frá Akureyri í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í körfuknattleik en leikið var í Grindavík í kvöld. Sóknarleikur beggja liða var dapur og töluvert um mistök, lokatölur 69-61. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 12-2 strax í upphafi. Þórsurum gekk bölvanlega að skora og voru mistækir sóknarlega. Naor Sharabani átti fínan leik í fyrri hálfleik fyrir Grindavík sem hefðu getað verið með meira forskot en sautján stigin sem þeir náðu í fyrir hálfleik. Staðan í leikhléi 47-30. Ef Þórsurum gekk illa að skora í fyrri hálfleik þá gekk heimamönnum enn verr í þriðja leikhluta. Þeir skoruðu aðeins sjö stig í leikhlutanum og á köflum var eins og lok var á körfunni þegar hvert sniðskotið á fætur öðru klikkaði. Þórsarar minnkuðu muninn jafnt og þétt og staðan fyrir síðasta leikhlutann var 54-45. Það hélt áfram í fjórða leikhlutanum og Þórsarar komu muninum í tvö stig í stöðunni 60-58. Þórsarar fengu færi til að komast yfir sem gekk ekki og undir lokin voru það Grindvíkingar sem settu stigin á töfluna. Ólafur Ólafsson setti þrist þegar 15 sekúndur voru eftir til að loka leiknum og kom heimamönnum þá í 67-61. Lokatölur 69-61 og sigur heimamanna í höfn. Af hverju vann Grindavík? Þeir gerðu vel í að ná forskoti í byrjun og það er erfitt að vera alltaf að elta eins og Þórsarar gerðu í kvöld. Gestirnir gerðu þó vel í að koma til baka og aðeins færri mistök sóknarlega hefðu mögulega getað fært þeim sigur. Fjöldi sniðskota sem heimamenn klikkuðu á var ótrúlegur og ólíklegt að það gerist aftur í bráð. Ólafur Ólafsson steig upp undir lokin og setti stóran þrist eins og hann hefur gert svo oft áður. Þessir stóðu upp úr: Jordan Connors var öflugur hjá Þór með 23 stig og 9 fráköst. Hjá Grindavík skoraði Ivan 17 stig og tók 8 fráköst en nýtingin hans var slök. Naor Sharabani átti fínan fyrri hálfleik en datt niður í þeim síðari. Þá er vert að minnast á frammistöðu Ragnars Ágústssonar sem skilaði 18 framlagspunktum af bekknum. Kristinn Pálsson hjá Grindavík skilaði 18 framlagsstigum með 16 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var dapur hjá báðum liðum. Nýtingin var léleg, mikið af auðveldum skotum sem klikkuðu og tapaðir boltar allt of margir hjá báðum liðum. Byrjun Þórsara á leiknum og Grindvíkinga á seinni hálfleiknum er eitthvað sem þjálfararnir hljóta að hafa áhyggjur af. Hvað gerist næst? Grindvíkingar halda næst á Hlíðarenda og mæta þar afar vel mönnuðu liði Vals. Líklegast verður Bandaríkjamaður kominn til liðs við Suðurnesjamenn þá sem breytir væntanlega töluverðu fyrir þá. Þórsarar halda áfram að mæta Suðurnesjaliðum en þeir fá Njarðvíkinga í heimsókn norður á Akureyri í 2.umferð Subway-deildarinnar. Daníel Guðni: Tek þessi tvö stig allan daginn Daníel Guðni var sáttur með stigin tvö en sagði körfuboltann sem leikinn var ekki hafa verið fallegan.Visir/Bára „Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því. Við vorum ekki að spila vel og varnarlega vorum við þokkalegir í fyrri hálfleik. Þeir skora síðan fimmtán stig í þriðja leikhluta en þetta var ekki fallegur körfubolti,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu mun betur og náðu fljótlega forskoti sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn. Staðan þá var 47-30. „Fyrri hálfleikurinn var fínn. Svo setjumst við niður og það virðist vanta uppá í hausnum á okkur að við þurfum að klára þegar dýrið er sært, að fara alla leið með það. Við gefum þeim pláss og tíma til að spila eins og þeir vilja gera. Ég er ósáttur með það.“ „Síðan var lok á körfunni í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvað Ivan Aurrecoechea klikkaði á mörgum sniðskotum og við á þristum. Stundum er það svoleiðis, það er ennþá haust og okkur vantar enn leikmenn. Það er búið að vera svolítið bras en ég tek þessi tvö stig allan daginn.“ Grindvíkingar eru ekki enn komnir með Bandaríkjamann í sitt lið en hann mun fljótlega bætast við. „Ég er búinn að eiga von á þeim nokkrum en þetta hefur gengið frekar erfiðlega undanfarið. En ég býst við einum Bandaríkjamanni í fyrramálið og við sjáum hvernig hann passar inn í þetta. Vonandi verður hann með í næsta leik,“ sagði Daníel Guðni að lokum. Bjarki: Þurfum að gera miklu, miklu betur Bjarki Ármann sagði töluvert hafa vantað uppá hjá hans mönnum í kvöld. Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þórsara var auðvitað ekki sáttur með tapið gegn Grindavík í dag. Hann sagði að meiðsli Bandaríkjamannsins Jonathan Lawton hafi skipt máli en hann meiddist í upphafi leiks og spilaði minna en ella af þeim sökum. „Ég held því miður að það hafi haft of mikil áhrif. Strákarnir lentu í smá áfalli og við stífnuðum upp. Grindvíkingarnir þvinguðu okkur í erfið skot og við komumst seint og illa í gang sóknarlega.“ Sóknarlega var töluvert um mistök hjá báðum liðum og skorið frekar lágt. „Ætli við höfum ekki aðeins lækkað meðaltalið miðað við leikina í gær,“ sagði Bjarki og vísaði þá til leikjanna í Subway-deildinni í gærkvöldi þar sem þrír af fjórum leikjum voru framlengdir. „Hvorugt liðið skoraði yfir 70 stig og ef ég er ánægður með eitthvað þá er það að við tókum fleiri fráköst en Grindvíkingar þó svo að þeir hafi bætt við sig stórum Spánverja fyrir tímabilið,“ en þá átti Bjarki við Ivan Aurrecauchea sem lék með Þór á síðustu leiktíð. „Við þurfum bara að gera miklu miklu betur.“ Síðari hálfleikur Þórsara var töluvert betri en sá fyrri en gestirnir náðu að minnka muninn niður í tvö stig undir lokin og fengu færi til að jafna og komast yfir. „Hann var bara flottur. Ragnar kom vel inn og sóknin fór loksins að rúlla þegar Dúi fór að keyra á körfuna og við gátum búið til eitthvað úr því,“ sagði Bjarki Ármann að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Akureyri Tengdar fréttir Daníel Guðni: Ég tek þessi tvö stig allan daginn „Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því. Við vorum ekki að spila vel og varnarlega vorum við þokkalegir í fyrri hálfleik. Þeir skora síðan fimmtán stig í þriðja leikhluta en þetta var ekki fallegur körfubolti,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór í kvöld. 8. október 2021 20:15
Grindavík vann sigur á Þórsurum frá Akureyri í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í körfuknattleik en leikið var í Grindavík í kvöld. Sóknarleikur beggja liða var dapur og töluvert um mistök, lokatölur 69-61. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 12-2 strax í upphafi. Þórsurum gekk bölvanlega að skora og voru mistækir sóknarlega. Naor Sharabani átti fínan leik í fyrri hálfleik fyrir Grindavík sem hefðu getað verið með meira forskot en sautján stigin sem þeir náðu í fyrir hálfleik. Staðan í leikhléi 47-30. Ef Þórsurum gekk illa að skora í fyrri hálfleik þá gekk heimamönnum enn verr í þriðja leikhluta. Þeir skoruðu aðeins sjö stig í leikhlutanum og á köflum var eins og lok var á körfunni þegar hvert sniðskotið á fætur öðru klikkaði. Þórsarar minnkuðu muninn jafnt og þétt og staðan fyrir síðasta leikhlutann var 54-45. Það hélt áfram í fjórða leikhlutanum og Þórsarar komu muninum í tvö stig í stöðunni 60-58. Þórsarar fengu færi til að komast yfir sem gekk ekki og undir lokin voru það Grindvíkingar sem settu stigin á töfluna. Ólafur Ólafsson setti þrist þegar 15 sekúndur voru eftir til að loka leiknum og kom heimamönnum þá í 67-61. Lokatölur 69-61 og sigur heimamanna í höfn. Af hverju vann Grindavík? Þeir gerðu vel í að ná forskoti í byrjun og það er erfitt að vera alltaf að elta eins og Þórsarar gerðu í kvöld. Gestirnir gerðu þó vel í að koma til baka og aðeins færri mistök sóknarlega hefðu mögulega getað fært þeim sigur. Fjöldi sniðskota sem heimamenn klikkuðu á var ótrúlegur og ólíklegt að það gerist aftur í bráð. Ólafur Ólafsson steig upp undir lokin og setti stóran þrist eins og hann hefur gert svo oft áður. Þessir stóðu upp úr: Jordan Connors var öflugur hjá Þór með 23 stig og 9 fráköst. Hjá Grindavík skoraði Ivan 17 stig og tók 8 fráköst en nýtingin hans var slök. Naor Sharabani átti fínan fyrri hálfleik en datt niður í þeim síðari. Þá er vert að minnast á frammistöðu Ragnars Ágústssonar sem skilaði 18 framlagspunktum af bekknum. Kristinn Pálsson hjá Grindavík skilaði 18 framlagsstigum með 16 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var dapur hjá báðum liðum. Nýtingin var léleg, mikið af auðveldum skotum sem klikkuðu og tapaðir boltar allt of margir hjá báðum liðum. Byrjun Þórsara á leiknum og Grindvíkinga á seinni hálfleiknum er eitthvað sem þjálfararnir hljóta að hafa áhyggjur af. Hvað gerist næst? Grindvíkingar halda næst á Hlíðarenda og mæta þar afar vel mönnuðu liði Vals. Líklegast verður Bandaríkjamaður kominn til liðs við Suðurnesjamenn þá sem breytir væntanlega töluverðu fyrir þá. Þórsarar halda áfram að mæta Suðurnesjaliðum en þeir fá Njarðvíkinga í heimsókn norður á Akureyri í 2.umferð Subway-deildarinnar. Daníel Guðni: Tek þessi tvö stig allan daginn Daníel Guðni var sáttur með stigin tvö en sagði körfuboltann sem leikinn var ekki hafa verið fallegan.Visir/Bára „Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því. Við vorum ekki að spila vel og varnarlega vorum við þokkalegir í fyrri hálfleik. Þeir skora síðan fimmtán stig í þriðja leikhluta en þetta var ekki fallegur körfubolti,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu mun betur og náðu fljótlega forskoti sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn. Staðan þá var 47-30. „Fyrri hálfleikurinn var fínn. Svo setjumst við niður og það virðist vanta uppá í hausnum á okkur að við þurfum að klára þegar dýrið er sært, að fara alla leið með það. Við gefum þeim pláss og tíma til að spila eins og þeir vilja gera. Ég er ósáttur með það.“ „Síðan var lok á körfunni í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvað Ivan Aurrecoechea klikkaði á mörgum sniðskotum og við á þristum. Stundum er það svoleiðis, það er ennþá haust og okkur vantar enn leikmenn. Það er búið að vera svolítið bras en ég tek þessi tvö stig allan daginn.“ Grindvíkingar eru ekki enn komnir með Bandaríkjamann í sitt lið en hann mun fljótlega bætast við. „Ég er búinn að eiga von á þeim nokkrum en þetta hefur gengið frekar erfiðlega undanfarið. En ég býst við einum Bandaríkjamanni í fyrramálið og við sjáum hvernig hann passar inn í þetta. Vonandi verður hann með í næsta leik,“ sagði Daníel Guðni að lokum. Bjarki: Þurfum að gera miklu, miklu betur Bjarki Ármann sagði töluvert hafa vantað uppá hjá hans mönnum í kvöld. Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þórsara var auðvitað ekki sáttur með tapið gegn Grindavík í dag. Hann sagði að meiðsli Bandaríkjamannsins Jonathan Lawton hafi skipt máli en hann meiddist í upphafi leiks og spilaði minna en ella af þeim sökum. „Ég held því miður að það hafi haft of mikil áhrif. Strákarnir lentu í smá áfalli og við stífnuðum upp. Grindvíkingarnir þvinguðu okkur í erfið skot og við komumst seint og illa í gang sóknarlega.“ Sóknarlega var töluvert um mistök hjá báðum liðum og skorið frekar lágt. „Ætli við höfum ekki aðeins lækkað meðaltalið miðað við leikina í gær,“ sagði Bjarki og vísaði þá til leikjanna í Subway-deildinni í gærkvöldi þar sem þrír af fjórum leikjum voru framlengdir. „Hvorugt liðið skoraði yfir 70 stig og ef ég er ánægður með eitthvað þá er það að við tókum fleiri fráköst en Grindvíkingar þó svo að þeir hafi bætt við sig stórum Spánverja fyrir tímabilið,“ en þá átti Bjarki við Ivan Aurrecauchea sem lék með Þór á síðustu leiktíð. „Við þurfum bara að gera miklu miklu betur.“ Síðari hálfleikur Þórsara var töluvert betri en sá fyrri en gestirnir náðu að minnka muninn niður í tvö stig undir lokin og fengu færi til að jafna og komast yfir. „Hann var bara flottur. Ragnar kom vel inn og sóknin fór loksins að rúlla þegar Dúi fór að keyra á körfuna og við gátum búið til eitthvað úr því,“ sagði Bjarki Ármann að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Akureyri Tengdar fréttir Daníel Guðni: Ég tek þessi tvö stig allan daginn „Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því. Við vorum ekki að spila vel og varnarlega vorum við þokkalegir í fyrri hálfleik. Þeir skora síðan fimmtán stig í þriðja leikhluta en þetta var ekki fallegur körfubolti,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór í kvöld. 8. október 2021 20:15
Daníel Guðni: Ég tek þessi tvö stig allan daginn „Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því. Við vorum ekki að spila vel og varnarlega vorum við þokkalegir í fyrri hálfleik. Þeir skora síðan fimmtán stig í þriðja leikhluta en þetta var ekki fallegur körfubolti,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór í kvöld. 8. október 2021 20:15
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum