Lamaðist í skíðaslysi en stundar nú íþróttir af kappi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. október 2021 07:00 Fanney lamaðist árið 2011 en stundar nú íþróttir af kappi og tók á dögunum þátt í verkefni með 66°Norður. 66°Norður Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist í alvarlegu skíðaslysi í Noregi árið 2011. Eftir slysið var ljóst að hún myndi eiga á brattann að sækja í bataferlinu sem fylgdi. Með aðdáunarverðri þrautseigju og jákvæðni hefur Fanney hins vegar náð ótrúlegum bata og stundar í dag fótbolta, skíði og hlaup af kappi. „Ég byrjaði að æfa skíði þegar ég var sex ára. Þá byrjaði ég eiginlega bara að æfa af því að mamma og pabbi voru alltaf að fara með eldri bróðir minn á skíðaæfingar. Hann var þá tólf ára og ég þurfti bara að fara með. Ég man mjög vel eftir því að ótrúlega marga laugardagsmorgna langaði mig bara að vera heima að horfa á barnatímann en það var bara öllum dröslað út, keyrt upp í Bláfjöll og allir á skíði,“ segir Fanney í viðtali sem birtist á heimasíðu 66°Norður en íslenski útvistarframleiðandinn framleiddi myndband um Fanney og gerði umfjöllun um einstaka sögu hennar. Lengi dreymt um Noreg Fanney var lítið að hugsa um að vinna keppnir þegar hún var yngri, einbeitti sér aðallega að því að hafa gaman. „En svo þegar ég var átta ára gömul þá tók ég þátt á stóru móti fyrir norðan, Andrésar andar leikunum og ég vann svigið. Það er örugglega svona fyrsta minningin þar sem ég hugsaði bara, já ókei, ég er alveg góð á skíðum. En ég var ekkert búin að pæla í því áður og mamma og pabbi ekki heldur, þau voru ekkert að kveikja að ég væri svona góð á skíðum. Ég var bara í þessu sporti til að skemmta mér og hafa gaman, sem er örugglega það mikilvægasta sem maður gerir.“ Hún segir að seinna meir hafi keppnisskapið farið að segja til sín og Fanney setti meiri kraft í að reyna að bæta sig. Hún ákvað að fara í skíðaskóla í bænum Geilo í Noregi til þess að ná að einblína meira á íþróttina og geta stundað nám í framhaldsskóla til hliðar. Fjölskyldan hafði alltaf verið með annan fótinn úti, Guðmundur pabbi Fanneyjar hefur unnið sem kjálkaskurðlæknir í Noregi svo það hafði lengi blundað í henni að fara út. 66°Norður „Það var auðvelt að bæta sig úti, það voru svo góðar aðstæður til skíðaiðkunar og umgjörðin var svo góð í kringum skólann og æfingarnar. Það var ótrúlega mikill metnaður hjá þjálfurunum og þeir hugsuðu um hag þinn um að verða betri. Þegar einhver hefur trú á manni þá fær maður sjálfur trú á sér.“ Lenti á tré og hálsbrotnaði Árið 2011 ætlaði fjölskylda Fanneyjar að halda jólin saman í Noregi. Þau eru öll mikið skíðafólk og fóru saman á skíðaæfingu á aðfangadag, á æfingasvæði skólans. Færið greip mjög mikið í skíðin og í fjórðu eða fimmtu ferðinni lenti Fanney í því að sveiflast upp í loftið og lenda á bakinu. „Ég set höndina undir mig og hugsa strax að ég sé búin að brjóta hana. Svo skellur hnakkinn í brekkuna og ég vakna svo bara þegar ég er komin út fyrir skíðabrautina og út í skóg. Ég hafði lent á tré og fæ högg á höfuðið og við það högg hálsbrotna ég. Það kemur skiljanlega panikk á fólkið í kringum mig en ég var mjög slök allan tímann. Ég fann þó strax fyrir því að ég gat ekki hreyft mig en ég var ekki mikið að hugsa um það því ég átti erfitt með að anda og það var það eina sem ég hugsaði um á þessum tímapunkti. Að anda sem var þó einungis heldur grunn öndun. Ég man ótrúlega vel eftir því af því að líkaminn fer bara í svona 'survival mode' þegar maður lendir í svona. Pabbi stóð yfir mér og var að spyrja mig allskonar spurninga. Eftir nokkrar spurningar frá honum svaraði ég honum höstuglega að ég gæti ekki hreyft mig, ég gat ekki hugsað um neitt annað en að anda. Þá hætti hann að spyrja. Hann fór beint í að athuga hvað væri að, hann brást hárrétt við sem er eiginlega ótrúlegt á þessu augnabliki af því að hann var að horfa á barnið sitt sem gat ekki hreyft sig. En þannig var hann í öllu ferlinu, ótrúlega yfirvegaður.“ 66°Norður Flutt með þyrlu á sjúkrahús Fanney var flutt með þyrlu á sjúkrahús í Osló og var strax send í rannsóknir til þess að kanna hvað hefði skaddast. „Ég fór í svona röntgen skanna til að athuga brot og maður þarf að liggja alveg kyrr í skannanum. Ég hugsaði um það allan tímann að hreyfa mig alls ekki en var samt lömuð og hefði ekki geta gert það þó ég vildi. Það er svolítið fyndið að hugsa um það núna.“ Um kvöldið var Fanney með brunatilfinningu um allan líkamann sem var góðs viti. Það var tákn um að taugarnar væru að vinna. Hún náði að hreyfa tærnar örlítið sem var besta jólagjöf sem hún hefur nokkurn tímann gefið foreldrum sínum. Fjórum dögum eftir slysið fer Fanney í aðgerð og eftir að hafa vaknað úr henni segist hún fyrst hafa áttað sig almennilega á aðstæðunum sem hún var komin í. „Ég man að ég vaknaði eldsnemma þann 28. desember og þá var svona fyrsta sinn sem ég fattaði raunverulega í hvaða stöðu ég væri. Ég var búin að liggja í einhvern tíma, ein með mínum hugsunum, þegar pabbi kemur inn og ég man að ég hugsaði að það var eins og einhver engill hefði kallað á hann til mín! Ég var alveg að brotna niður og þá kemur minn helsti klettur labbandi inn á hárréttum tímapunkti. Við förum að ræða aðstæðurnar sem ég var í og í hverju ég lenti. Það eina sem ég gat gert var að tala og ég brotna alveg niður og sagði við pabba að ég myndi aldrei geta hlaupið jafn hratt og ég hefði gert áður. Þá sagði hann jú! Þú munt hlaupa miklu hraðar. Hugsunarhátturinn var á svo réttum stað hjá fólkinu í kringum mig. Í gegnum allt ferlið voru allir að peppa mig. Einhvern veginn kom aldrei upp sú hugsun að ég gæti mögulega endað í hjólastól. Ég hafði trú á því að ég myndi ná mér, vissi ekki hversu vel en hafði alltaf trú á bata.“ Hjálmur Fanneyjar bjargaði lífi hennar. 66°Norður Þurfti að læra að gera allt upp á nýtt Fanney þurfti að læra að gera allt upp á nýtt. Þegar hún lenti í slysinu var hún í ótrúlega góðu formi, nautsterk, og bjó vel að því að hafa verið afrekskona á skíðum. Fyrsta mánuðinn leið henni eins og hún væri að vakna hvern einasta morgun og fara af stað inn í erfiðasta dag lífs síns, þangað til einn daginn að hún fór að gleyma því. Það fannst öllum ótrúlega gaman að hafa Fanneyju á sjúkrahúsinu af því að hún var alltaf í góðu skapi, alltaf til í að bæta sig og prófa eitthvað nýtt. Hún var óhrædd við að leysa verkefnin sem henni voru sett fyrir. En vissulega komu dagar þar sem allt var ótrúlega erfitt, þetta var ekki dans á rósum þó að batinn hafi verið ótrúlega hraður. Þann 11. janúar stendur hún fyrst upp úr hjólastólnum og 14. janúar gekk hún sín fyrstu skref eftir slysið. Öll þessi litlu skref í bataferlinu tóku gríðarlega á líkamlega og hún þurfti að leggja sig eftir að hafa gengið 10 skref, svo mikil var áreynslan. Hún setti sér markmið, bæði stór og smá og vann markvisst að því að ná þeim. Fanney stundar enn skíði.66°Norður Upplifði sig berskjaldaða eftir slysið Fanney upplifði sig berskjaldaða eftir slysið. Hún gat ekki séð um sig sjálf og þurfti alfarið að treysta á aðra fyrst um sinn. Hún ákvað að vera opin með það hvernig henni leið og skríða ekki inn í skel. „Ég hefði getað ákveðið að lífið væri ömurlegt en ég var bara mjög tilbúin til að berjast og halda áfram. Ég hélt ekki vanlíðan fyrir sjálfa mig og ég ræddi málið og fékk pepp frá mínum nánustu og þannig liðu dagarnir. Þegar ég fann að bataferlið var að ganga vel tók ég ákvörðun um að setja mig alls ekki inn í bómull. Ég ætlaði bara að halda áfram og gera allt sem mér fannst skemmtilegt, ekki að þora ekki að gera hluti sem ég gerði áður, eins og að fara á hestbak, skíði og æfa fótbolta. Markmiðið var alltaf að komast á þann stað sem ég var á áður en ég lenti í slysinu. Ég var hræddari við að geta ekki gert alla þessa hluti sem mér fannst svo ótrúlega skemmtilegt að gera heldur en að gera þá. Það var aldrei hik hjá mér að halda áfram út af því að ég hafði lent í þessu. Tilfinningin þegar ég náði að gera eitthvað sem ég gat ekki áður var bara eins og að sigra heiminn. Allt varð rosalega hyper tilfinning. Ef maður náði markmiðum var það sjö þúsund sinnum betra en að ná markmiðum á skíðum áður fyrr.“ 66°Norður Þegar Fanney var í bataferlinu segist hún oft hafa hugsað um stað þar sem henni leið vel á. Sá staður var sveitin hjá ömmu hennar og afa þar sem hestarnir voru. Hún sá fyrir sér að pabbi hennar gæti rúllað henni á þann stað í hjólastólnum svo hún gæti komist nálægt hestunum og klappað þeim. „Það gaf mér svo mikla ánægju að hugsa um þennan stað. Við áttum meri sem var eins vetra á þessum tíma og ákváðum að skýra hana Lyrica sem er eftir taugalyfi sem ég var á. Núna er hún orðin 9 vetra og ég fer oft á hestbak á henni. Það var svo fjarlægur draumur að ég gæti farið á hestbak þegar við skírðum hana en það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“ Lét ekki slysið stoppa sig Fanney vissi að skíðaferlinum sem afrekskona væri lokið eftir slysið en hún lét það svo sannarlega ekki stoppa sig. Hún hugsaði með sér að nú væri góður tími til þess að hvíla skíðin og byrja að æfa fótbolta. Hún byrjaði að æfa með Þrótti Reykjavík. „Mig langaði svo að taka þátt í að vera í liðsheildinni og æfa með vinkonum mínum. Ég þráði svo mikið að vera með og geta verið á sama stað og fyrir slysið. Svo hélt ég áfram að æfa og endaði á að spila með Þrótti í efstu deild. Ég var alltaf mjög ákveðin í því að komast þangað. Ég ætlaði ekki að vera bara með. Mömmu leist fyrst ekkert á blikuna að ég væri að spila fótbolta. En foreldrar mínir hafa alltaf verið hvatning fyrir okkur systkinin. Það tók örugglega töluvert á þau að vera á hliðarlínunni þó að ég hafi alltaf verið sagt „let´s do it“. Þau þurftu líka að fylgja og vera með hugarfarið á sama stað og ég.“ 66°Norður Mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér Fanney býr í Laugardalnum með kærastanum sínum Ævari og litla stráknum þeirra Benedikt Ásgeiri sem er tveggja ára. Fanney byrjaði að stunda útihlaup eftir að hún eignaðist Benedikt. Hún var mikið heima með hann í fæðingarorlofinu og þurfti að komast út að hreyfa sig. Hún setti sér markmið um að hlaupa hundrað kílómetra þann mánuðinn og fann þá hvað hún naut þess mikið að hlaupa. „Það lá vel fyrir mér að hlaupa, fá smá útrás og vera úti, það gefur manni svo mikið. Ég ákvað að skrá mig í Laugarvegs hlaupið í maí og fór þá að æfa á fullu og kláraði svo hlaupið sjálft í júlí. Mér leið vel allan tímann, fór að gefa í eftir um 25 kílómetra og það var frábær tilfinning. Þegar ég var komin 40 km var ég í sigurvímu og fór að hugsa, „Fanney þú ert að hlaupa Laugarveginn, af hverju er þetta svona gaman?“ Þá fór ég að hugsa út í það að það er alveg ruglað að ég sé að hlaupa hérna eftir að hafa lamast. Ég var alveg að fara að brotna niður í kleinu en náði svo að peppa mig áfram og kláraði hlaupið á tæpum sex og hálfum tíma,“ segir Fanney. „Stuttu eftir slysið fannst mér ég vera óstöðvandi. Núna í dag þarf ég oft að minna mig á þessa tíma, á þessa Fanneyju þegar ég er að efast um mig. Ég get gert allt. Það er það sem ég hef lært mest af þessu og það að tala opinskátt um hlutina, sýna tilfinningar. Að hafa trú á sjálfum sér og fólkinu í kringum sig. Það peppar mig mjög mikið að peppa aðra. Mér finnst svo gaman að sjá fólk gera eitthvað sem þau trúðu ekki að þau gætu gert.“ Fótbolti Fjallamennska Hlaup Tengdar fréttir Lamaðist í skiðaslysi fyrir fjórum árum en spilar fótbolta í Pepsi-deildinni í dag Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. 30. júlí 2015 21:58 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Með aðdáunarverðri þrautseigju og jákvæðni hefur Fanney hins vegar náð ótrúlegum bata og stundar í dag fótbolta, skíði og hlaup af kappi. „Ég byrjaði að æfa skíði þegar ég var sex ára. Þá byrjaði ég eiginlega bara að æfa af því að mamma og pabbi voru alltaf að fara með eldri bróðir minn á skíðaæfingar. Hann var þá tólf ára og ég þurfti bara að fara með. Ég man mjög vel eftir því að ótrúlega marga laugardagsmorgna langaði mig bara að vera heima að horfa á barnatímann en það var bara öllum dröslað út, keyrt upp í Bláfjöll og allir á skíði,“ segir Fanney í viðtali sem birtist á heimasíðu 66°Norður en íslenski útvistarframleiðandinn framleiddi myndband um Fanney og gerði umfjöllun um einstaka sögu hennar. Lengi dreymt um Noreg Fanney var lítið að hugsa um að vinna keppnir þegar hún var yngri, einbeitti sér aðallega að því að hafa gaman. „En svo þegar ég var átta ára gömul þá tók ég þátt á stóru móti fyrir norðan, Andrésar andar leikunum og ég vann svigið. Það er örugglega svona fyrsta minningin þar sem ég hugsaði bara, já ókei, ég er alveg góð á skíðum. En ég var ekkert búin að pæla í því áður og mamma og pabbi ekki heldur, þau voru ekkert að kveikja að ég væri svona góð á skíðum. Ég var bara í þessu sporti til að skemmta mér og hafa gaman, sem er örugglega það mikilvægasta sem maður gerir.“ Hún segir að seinna meir hafi keppnisskapið farið að segja til sín og Fanney setti meiri kraft í að reyna að bæta sig. Hún ákvað að fara í skíðaskóla í bænum Geilo í Noregi til þess að ná að einblína meira á íþróttina og geta stundað nám í framhaldsskóla til hliðar. Fjölskyldan hafði alltaf verið með annan fótinn úti, Guðmundur pabbi Fanneyjar hefur unnið sem kjálkaskurðlæknir í Noregi svo það hafði lengi blundað í henni að fara út. 66°Norður „Það var auðvelt að bæta sig úti, það voru svo góðar aðstæður til skíðaiðkunar og umgjörðin var svo góð í kringum skólann og æfingarnar. Það var ótrúlega mikill metnaður hjá þjálfurunum og þeir hugsuðu um hag þinn um að verða betri. Þegar einhver hefur trú á manni þá fær maður sjálfur trú á sér.“ Lenti á tré og hálsbrotnaði Árið 2011 ætlaði fjölskylda Fanneyjar að halda jólin saman í Noregi. Þau eru öll mikið skíðafólk og fóru saman á skíðaæfingu á aðfangadag, á æfingasvæði skólans. Færið greip mjög mikið í skíðin og í fjórðu eða fimmtu ferðinni lenti Fanney í því að sveiflast upp í loftið og lenda á bakinu. „Ég set höndina undir mig og hugsa strax að ég sé búin að brjóta hana. Svo skellur hnakkinn í brekkuna og ég vakna svo bara þegar ég er komin út fyrir skíðabrautina og út í skóg. Ég hafði lent á tré og fæ högg á höfuðið og við það högg hálsbrotna ég. Það kemur skiljanlega panikk á fólkið í kringum mig en ég var mjög slök allan tímann. Ég fann þó strax fyrir því að ég gat ekki hreyft mig en ég var ekki mikið að hugsa um það því ég átti erfitt með að anda og það var það eina sem ég hugsaði um á þessum tímapunkti. Að anda sem var þó einungis heldur grunn öndun. Ég man ótrúlega vel eftir því af því að líkaminn fer bara í svona 'survival mode' þegar maður lendir í svona. Pabbi stóð yfir mér og var að spyrja mig allskonar spurninga. Eftir nokkrar spurningar frá honum svaraði ég honum höstuglega að ég gæti ekki hreyft mig, ég gat ekki hugsað um neitt annað en að anda. Þá hætti hann að spyrja. Hann fór beint í að athuga hvað væri að, hann brást hárrétt við sem er eiginlega ótrúlegt á þessu augnabliki af því að hann var að horfa á barnið sitt sem gat ekki hreyft sig. En þannig var hann í öllu ferlinu, ótrúlega yfirvegaður.“ 66°Norður Flutt með þyrlu á sjúkrahús Fanney var flutt með þyrlu á sjúkrahús í Osló og var strax send í rannsóknir til þess að kanna hvað hefði skaddast. „Ég fór í svona röntgen skanna til að athuga brot og maður þarf að liggja alveg kyrr í skannanum. Ég hugsaði um það allan tímann að hreyfa mig alls ekki en var samt lömuð og hefði ekki geta gert það þó ég vildi. Það er svolítið fyndið að hugsa um það núna.“ Um kvöldið var Fanney með brunatilfinningu um allan líkamann sem var góðs viti. Það var tákn um að taugarnar væru að vinna. Hún náði að hreyfa tærnar örlítið sem var besta jólagjöf sem hún hefur nokkurn tímann gefið foreldrum sínum. Fjórum dögum eftir slysið fer Fanney í aðgerð og eftir að hafa vaknað úr henni segist hún fyrst hafa áttað sig almennilega á aðstæðunum sem hún var komin í. „Ég man að ég vaknaði eldsnemma þann 28. desember og þá var svona fyrsta sinn sem ég fattaði raunverulega í hvaða stöðu ég væri. Ég var búin að liggja í einhvern tíma, ein með mínum hugsunum, þegar pabbi kemur inn og ég man að ég hugsaði að það var eins og einhver engill hefði kallað á hann til mín! Ég var alveg að brotna niður og þá kemur minn helsti klettur labbandi inn á hárréttum tímapunkti. Við förum að ræða aðstæðurnar sem ég var í og í hverju ég lenti. Það eina sem ég gat gert var að tala og ég brotna alveg niður og sagði við pabba að ég myndi aldrei geta hlaupið jafn hratt og ég hefði gert áður. Þá sagði hann jú! Þú munt hlaupa miklu hraðar. Hugsunarhátturinn var á svo réttum stað hjá fólkinu í kringum mig. Í gegnum allt ferlið voru allir að peppa mig. Einhvern veginn kom aldrei upp sú hugsun að ég gæti mögulega endað í hjólastól. Ég hafði trú á því að ég myndi ná mér, vissi ekki hversu vel en hafði alltaf trú á bata.“ Hjálmur Fanneyjar bjargaði lífi hennar. 66°Norður Þurfti að læra að gera allt upp á nýtt Fanney þurfti að læra að gera allt upp á nýtt. Þegar hún lenti í slysinu var hún í ótrúlega góðu formi, nautsterk, og bjó vel að því að hafa verið afrekskona á skíðum. Fyrsta mánuðinn leið henni eins og hún væri að vakna hvern einasta morgun og fara af stað inn í erfiðasta dag lífs síns, þangað til einn daginn að hún fór að gleyma því. Það fannst öllum ótrúlega gaman að hafa Fanneyju á sjúkrahúsinu af því að hún var alltaf í góðu skapi, alltaf til í að bæta sig og prófa eitthvað nýtt. Hún var óhrædd við að leysa verkefnin sem henni voru sett fyrir. En vissulega komu dagar þar sem allt var ótrúlega erfitt, þetta var ekki dans á rósum þó að batinn hafi verið ótrúlega hraður. Þann 11. janúar stendur hún fyrst upp úr hjólastólnum og 14. janúar gekk hún sín fyrstu skref eftir slysið. Öll þessi litlu skref í bataferlinu tóku gríðarlega á líkamlega og hún þurfti að leggja sig eftir að hafa gengið 10 skref, svo mikil var áreynslan. Hún setti sér markmið, bæði stór og smá og vann markvisst að því að ná þeim. Fanney stundar enn skíði.66°Norður Upplifði sig berskjaldaða eftir slysið Fanney upplifði sig berskjaldaða eftir slysið. Hún gat ekki séð um sig sjálf og þurfti alfarið að treysta á aðra fyrst um sinn. Hún ákvað að vera opin með það hvernig henni leið og skríða ekki inn í skel. „Ég hefði getað ákveðið að lífið væri ömurlegt en ég var bara mjög tilbúin til að berjast og halda áfram. Ég hélt ekki vanlíðan fyrir sjálfa mig og ég ræddi málið og fékk pepp frá mínum nánustu og þannig liðu dagarnir. Þegar ég fann að bataferlið var að ganga vel tók ég ákvörðun um að setja mig alls ekki inn í bómull. Ég ætlaði bara að halda áfram og gera allt sem mér fannst skemmtilegt, ekki að þora ekki að gera hluti sem ég gerði áður, eins og að fara á hestbak, skíði og æfa fótbolta. Markmiðið var alltaf að komast á þann stað sem ég var á áður en ég lenti í slysinu. Ég var hræddari við að geta ekki gert alla þessa hluti sem mér fannst svo ótrúlega skemmtilegt að gera heldur en að gera þá. Það var aldrei hik hjá mér að halda áfram út af því að ég hafði lent í þessu. Tilfinningin þegar ég náði að gera eitthvað sem ég gat ekki áður var bara eins og að sigra heiminn. Allt varð rosalega hyper tilfinning. Ef maður náði markmiðum var það sjö þúsund sinnum betra en að ná markmiðum á skíðum áður fyrr.“ 66°Norður Þegar Fanney var í bataferlinu segist hún oft hafa hugsað um stað þar sem henni leið vel á. Sá staður var sveitin hjá ömmu hennar og afa þar sem hestarnir voru. Hún sá fyrir sér að pabbi hennar gæti rúllað henni á þann stað í hjólastólnum svo hún gæti komist nálægt hestunum og klappað þeim. „Það gaf mér svo mikla ánægju að hugsa um þennan stað. Við áttum meri sem var eins vetra á þessum tíma og ákváðum að skýra hana Lyrica sem er eftir taugalyfi sem ég var á. Núna er hún orðin 9 vetra og ég fer oft á hestbak á henni. Það var svo fjarlægur draumur að ég gæti farið á hestbak þegar við skírðum hana en það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“ Lét ekki slysið stoppa sig Fanney vissi að skíðaferlinum sem afrekskona væri lokið eftir slysið en hún lét það svo sannarlega ekki stoppa sig. Hún hugsaði með sér að nú væri góður tími til þess að hvíla skíðin og byrja að æfa fótbolta. Hún byrjaði að æfa með Þrótti Reykjavík. „Mig langaði svo að taka þátt í að vera í liðsheildinni og æfa með vinkonum mínum. Ég þráði svo mikið að vera með og geta verið á sama stað og fyrir slysið. Svo hélt ég áfram að æfa og endaði á að spila með Þrótti í efstu deild. Ég var alltaf mjög ákveðin í því að komast þangað. Ég ætlaði ekki að vera bara með. Mömmu leist fyrst ekkert á blikuna að ég væri að spila fótbolta. En foreldrar mínir hafa alltaf verið hvatning fyrir okkur systkinin. Það tók örugglega töluvert á þau að vera á hliðarlínunni þó að ég hafi alltaf verið sagt „let´s do it“. Þau þurftu líka að fylgja og vera með hugarfarið á sama stað og ég.“ 66°Norður Mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér Fanney býr í Laugardalnum með kærastanum sínum Ævari og litla stráknum þeirra Benedikt Ásgeiri sem er tveggja ára. Fanney byrjaði að stunda útihlaup eftir að hún eignaðist Benedikt. Hún var mikið heima með hann í fæðingarorlofinu og þurfti að komast út að hreyfa sig. Hún setti sér markmið um að hlaupa hundrað kílómetra þann mánuðinn og fann þá hvað hún naut þess mikið að hlaupa. „Það lá vel fyrir mér að hlaupa, fá smá útrás og vera úti, það gefur manni svo mikið. Ég ákvað að skrá mig í Laugarvegs hlaupið í maí og fór þá að æfa á fullu og kláraði svo hlaupið sjálft í júlí. Mér leið vel allan tímann, fór að gefa í eftir um 25 kílómetra og það var frábær tilfinning. Þegar ég var komin 40 km var ég í sigurvímu og fór að hugsa, „Fanney þú ert að hlaupa Laugarveginn, af hverju er þetta svona gaman?“ Þá fór ég að hugsa út í það að það er alveg ruglað að ég sé að hlaupa hérna eftir að hafa lamast. Ég var alveg að fara að brotna niður í kleinu en náði svo að peppa mig áfram og kláraði hlaupið á tæpum sex og hálfum tíma,“ segir Fanney. „Stuttu eftir slysið fannst mér ég vera óstöðvandi. Núna í dag þarf ég oft að minna mig á þessa tíma, á þessa Fanneyju þegar ég er að efast um mig. Ég get gert allt. Það er það sem ég hef lært mest af þessu og það að tala opinskátt um hlutina, sýna tilfinningar. Að hafa trú á sjálfum sér og fólkinu í kringum sig. Það peppar mig mjög mikið að peppa aðra. Mér finnst svo gaman að sjá fólk gera eitthvað sem þau trúðu ekki að þau gætu gert.“
Fótbolti Fjallamennska Hlaup Tengdar fréttir Lamaðist í skiðaslysi fyrir fjórum árum en spilar fótbolta í Pepsi-deildinni í dag Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. 30. júlí 2015 21:58 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Lamaðist í skiðaslysi fyrir fjórum árum en spilar fótbolta í Pepsi-deildinni í dag Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. 30. júlí 2015 21:58