Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Snorri Másson skrifar 9. október 2021 12:08 Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Miðflokkurinn Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira