Slysið má rekja til myrkurs í hljómsveitargryfju en sviðsmaðurinn hugðist benda ljósamanni á að kveikja ljós inni í Eldborgarsal Hörpu. Mikið myrkur var í hljómsveitargryfju salarins þar sem meðlimir Sinfóníuhljómsveitarinnar voru á æfingu.
Sviðsmaðurinn steig upp á pall í hljómsveitargryfjunni í von um að ná athygli ljósamanns en rann á brún pallsins og rak hnéð í brúnina. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Varanleg örorka mannsins var metin 22% og fallist var á Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands bæri að greiða honum tæpar sextán og hálfa milljón í skaðabætur auk vaxta. Nánar í dómi Landsréttar.