Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Miðflokksins í tilefni þess að Birgir Þórarinsson, sem var kjörinn á þing fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum kosningum, tilkynnti í morgun að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
Stjórnin segist þar harma ákvörðun Birgis að yfirgefa þingflokkinn strax að loknum kosningum, áður en þing hefur verið sett.
Hún þakkar flokksfólki fyrir framlag sitt í kosningabaráttunni, ekki síst í kjördæmi Birgis. Flokkurinn muni halda áfram að berjast fyrir hugsjónum þeirra.
„Breytt skipan þingflokksins dregur ekki úr getu hans til að fylgja eftir þeim grunngildum og hugsjónum sem sameina okkur sem flokk,“ segir í niðurlagi.
Undir yfirlýsinguna skrifa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Einar Birgir Kristjánsson, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Karl Gauti Hjaltason og Þorsteinn Sæmundsson.