Fótbolti

Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Íslands í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag.

KSÍ gaf út stutta tilkynningu í morgun þess efnis að Guðlaugur Victor, sem lék allan leikinn gegn Armenum á föstudag, yrði ekki með á morgun og hefði þegar haldið til síns heima.

„Guðlaugur Victor dróg sig út úr hópnum og taldi sig þurfa að fara til síns félags. Þá er hann ekki hér,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, um brotthvarf Guðlaugs Victors.

Hann sagði jafnframt að landsliðsþjálfararnir hefðu viljað hafa Guðlaug Victor með í verkefni morgundagsins og sagði leikmanninn sjálfan þurfa að svara fyrir sína ákvörðun.

Guðlaugur Victor hefur leikið 29 landsleiki fyrir A-landslið Íslands og verið í lykilhlutverki að undanförnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×