„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 09:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefði getað leikið sinn þrítugasta landsleik í kvöld en dró sig út úr landsliðshópnum. Getty/Alex Grimm „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti