Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íþróttadeild skrifar 11. október 2021 21:02 Albert Guðmundsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum gegn Liechtenstein. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. Albert Guðmundsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Stefán Teitur Þórðarson og Andri Lucas Guðjohnsen gerðu sitt markið hvor. Sá síðastnefndi skoraði eftir sendingu bróður síns, Sveins Arons, sem átti afar góða innkomu, lagði upp mark og fiskaði vítaspyrnu. Albert og Stefán Teitur léku vel sem og Jón Dagur Þorsteinsson á vinstri kantinum. Aðrir stóðu svo fyrir sínu þótt andstæðingurinn hafi vissulega ekki verið burðugur. Ísland er áfram í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar en nú með fimm stig. Einkunnagjöf Vísis fyrir leikinn má sjá hér fyrir neðan. Byrjunarliðið: Elías Rafn Ólafsson, markvörður 6Hélt hreinu í sínum öðrum landsleik. Hafði ekkert að gera og þurfti örsjaldan að snerta boltann. Var líklegast orðið skítkalt undir lokin. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6Eyddi nánast öllum leiknum á vallarhelmingi Liechtenstein og var nokkuð ógnandi. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir. Spennandi verður að sjá hvort Alfons haldi sæti sínu í byrjunarliðinu í næstu landsleikjum. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 6Öruggur í öllum sínum aðgerðum og svalur með boltann. Mun samt spila fáa jafn auðvelda landsleiki. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6Kom inn í byrjunarliðið í stað Hjartar Hermannssonar. Fór meiddur af velli eftir rúman hálftíma. Hafði ekkert að gera í vörninni fram að því. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 6Yfirvegaður með boltann og tengdi vel við Jón Dag á vinstri kantinum. Hafði það náðugt í varnarleiknum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Fyrirliðinn var alltaf frír á miðjunni, fékk mikinn tíma og átti eflaust flestar sendingar allra á vellinum. Hóf flestar sóknir íslenska liðsins og skipti boltanum vel á milli kanta. Reynsla hans kom í góðar þarfir í ungu byrjunarliði. Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður 7Fékk tækifæri í fyrsta sinn í keppnisleik með landsliðinu og greip gæsina. Kom Íslandi á bragðið þegar hann skilaði sér inn á vítateig Liechtenstein á 19. mínútu og skallaði fyrirgjöf Jóns Dags í netið. Skagamaðurinn var kraftmikill og duglegur og er eflaust búinn að vinna sér inn fleiri tækifæri með landsliðinu. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður 6Var í byrjunarliðinu í þriðja landsleiknum í röð. Boltinn flaut vel í gegnum Þóri en hann átti ekki margar afgerandi sendingar á síðasta þriðjungnum. Albert Guðmundsson, hægri vængmaður 7Skoraði af öryggi úr tveimur vítaspyrnum, sín fyrstu mörk fyrir landsliðið á Laugardalsvelli. Fékk mikið frjálsræði og nýtti það vel. Var ógnandi og skapandi, sérstaklega í seinni hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri vængmaður 7Líflegur og átti nokkrar eitraðar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði sér á Stefán Teit þegar hann kom Íslandi yfir. Jón Dagur var sennilega besti leikmaður Íslands í þessari landsleikjahrinu og er búinn að stimpla sig inn í byrjunarliðið. Viðar Örn Kjartansson, framherji 5Fékk tækifæri í byrjunarliðinu annan leikinn í röð en nýtti það ekki vel. Fiskaði vítið en fór illa gott færi í upphafi seinni hálfleiks. Lítið með í spilinu. Líklega kominn aftur fyrir Guðjohnsen-bræðurna í goggunarröðinni í sókninni. Varamenn: Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Daníel Leó á 31. mínútu 6Hafði ekkert fyrir hlutunum í vörninni eftir að hann kom inn á fyrir Daníel Leó eftir rúman hálftíma. Nokkrar slakar sendingar en fátt til að kvarta yfir. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Viðar Örn á 65. mínútu 7Kröftug innkoma hjá Sveini Aroni sem nýtti sínar mínútur vel. Gerði vel þegar hann fiskaði seinna vítið og las leikinn svo vel og var óeigingjarn þegar hann lagði upp markið fyrir bróður sinn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Jón Dag á 65. mínútu 6Lét einu sinni reyna á Benjamin Büchel í marki Liechtenstein en hafði sig annars ekki mikið í frammi í sínum öðrum landsleik. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Þóri Jóhann á 65. mínútu 6Átti sendinguna á Svein Aron þegar hann sótti seinna vítið og svo forstoðsendingu í fjórða markinu. Fínasta innkoma hjá Andra. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Stefán Teit á 80. mínútuGerði sitt annað mark í fjórða landsleiknum þegar hann skoraði með góðu skoti eftir undirbúning bróður síns. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. HM 2022 í Katar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Albert Guðmundsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Stefán Teitur Þórðarson og Andri Lucas Guðjohnsen gerðu sitt markið hvor. Sá síðastnefndi skoraði eftir sendingu bróður síns, Sveins Arons, sem átti afar góða innkomu, lagði upp mark og fiskaði vítaspyrnu. Albert og Stefán Teitur léku vel sem og Jón Dagur Þorsteinsson á vinstri kantinum. Aðrir stóðu svo fyrir sínu þótt andstæðingurinn hafi vissulega ekki verið burðugur. Ísland er áfram í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar en nú með fimm stig. Einkunnagjöf Vísis fyrir leikinn má sjá hér fyrir neðan. Byrjunarliðið: Elías Rafn Ólafsson, markvörður 6Hélt hreinu í sínum öðrum landsleik. Hafði ekkert að gera og þurfti örsjaldan að snerta boltann. Var líklegast orðið skítkalt undir lokin. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6Eyddi nánast öllum leiknum á vallarhelmingi Liechtenstein og var nokkuð ógnandi. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir. Spennandi verður að sjá hvort Alfons haldi sæti sínu í byrjunarliðinu í næstu landsleikjum. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 6Öruggur í öllum sínum aðgerðum og svalur með boltann. Mun samt spila fáa jafn auðvelda landsleiki. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6Kom inn í byrjunarliðið í stað Hjartar Hermannssonar. Fór meiddur af velli eftir rúman hálftíma. Hafði ekkert að gera í vörninni fram að því. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 6Yfirvegaður með boltann og tengdi vel við Jón Dag á vinstri kantinum. Hafði það náðugt í varnarleiknum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Fyrirliðinn var alltaf frír á miðjunni, fékk mikinn tíma og átti eflaust flestar sendingar allra á vellinum. Hóf flestar sóknir íslenska liðsins og skipti boltanum vel á milli kanta. Reynsla hans kom í góðar þarfir í ungu byrjunarliði. Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður 7Fékk tækifæri í fyrsta sinn í keppnisleik með landsliðinu og greip gæsina. Kom Íslandi á bragðið þegar hann skilaði sér inn á vítateig Liechtenstein á 19. mínútu og skallaði fyrirgjöf Jóns Dags í netið. Skagamaðurinn var kraftmikill og duglegur og er eflaust búinn að vinna sér inn fleiri tækifæri með landsliðinu. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður 6Var í byrjunarliðinu í þriðja landsleiknum í röð. Boltinn flaut vel í gegnum Þóri en hann átti ekki margar afgerandi sendingar á síðasta þriðjungnum. Albert Guðmundsson, hægri vængmaður 7Skoraði af öryggi úr tveimur vítaspyrnum, sín fyrstu mörk fyrir landsliðið á Laugardalsvelli. Fékk mikið frjálsræði og nýtti það vel. Var ógnandi og skapandi, sérstaklega í seinni hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri vængmaður 7Líflegur og átti nokkrar eitraðar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði sér á Stefán Teit þegar hann kom Íslandi yfir. Jón Dagur var sennilega besti leikmaður Íslands í þessari landsleikjahrinu og er búinn að stimpla sig inn í byrjunarliðið. Viðar Örn Kjartansson, framherji 5Fékk tækifæri í byrjunarliðinu annan leikinn í röð en nýtti það ekki vel. Fiskaði vítið en fór illa gott færi í upphafi seinni hálfleiks. Lítið með í spilinu. Líklega kominn aftur fyrir Guðjohnsen-bræðurna í goggunarröðinni í sókninni. Varamenn: Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Daníel Leó á 31. mínútu 6Hafði ekkert fyrir hlutunum í vörninni eftir að hann kom inn á fyrir Daníel Leó eftir rúman hálftíma. Nokkrar slakar sendingar en fátt til að kvarta yfir. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Viðar Örn á 65. mínútu 7Kröftug innkoma hjá Sveini Aroni sem nýtti sínar mínútur vel. Gerði vel þegar hann fiskaði seinna vítið og las leikinn svo vel og var óeigingjarn þegar hann lagði upp markið fyrir bróður sinn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Jón Dag á 65. mínútu 6Lét einu sinni reyna á Benjamin Büchel í marki Liechtenstein en hafði sig annars ekki mikið í frammi í sínum öðrum landsleik. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Þóri Jóhann á 65. mínútu 6Átti sendinguna á Svein Aron þegar hann sótti seinna vítið og svo forstoðsendingu í fjórða markinu. Fínasta innkoma hjá Andra. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Stefán Teit á 80. mínútuGerði sitt annað mark í fjórða landsleiknum þegar hann skoraði með góðu skoti eftir undirbúning bróður síns. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira