Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íþróttadeild skrifar 11. október 2021 21:02 Albert Guðmundsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum gegn Liechtenstein. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. Albert Guðmundsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Stefán Teitur Þórðarson og Andri Lucas Guðjohnsen gerðu sitt markið hvor. Sá síðastnefndi skoraði eftir sendingu bróður síns, Sveins Arons, sem átti afar góða innkomu, lagði upp mark og fiskaði vítaspyrnu. Albert og Stefán Teitur léku vel sem og Jón Dagur Þorsteinsson á vinstri kantinum. Aðrir stóðu svo fyrir sínu þótt andstæðingurinn hafi vissulega ekki verið burðugur. Ísland er áfram í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar en nú með fimm stig. Einkunnagjöf Vísis fyrir leikinn má sjá hér fyrir neðan. Byrjunarliðið: Elías Rafn Ólafsson, markvörður 6Hélt hreinu í sínum öðrum landsleik. Hafði ekkert að gera og þurfti örsjaldan að snerta boltann. Var líklegast orðið skítkalt undir lokin. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6Eyddi nánast öllum leiknum á vallarhelmingi Liechtenstein og var nokkuð ógnandi. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir. Spennandi verður að sjá hvort Alfons haldi sæti sínu í byrjunarliðinu í næstu landsleikjum. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 6Öruggur í öllum sínum aðgerðum og svalur með boltann. Mun samt spila fáa jafn auðvelda landsleiki. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6Kom inn í byrjunarliðið í stað Hjartar Hermannssonar. Fór meiddur af velli eftir rúman hálftíma. Hafði ekkert að gera í vörninni fram að því. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 6Yfirvegaður með boltann og tengdi vel við Jón Dag á vinstri kantinum. Hafði það náðugt í varnarleiknum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Fyrirliðinn var alltaf frír á miðjunni, fékk mikinn tíma og átti eflaust flestar sendingar allra á vellinum. Hóf flestar sóknir íslenska liðsins og skipti boltanum vel á milli kanta. Reynsla hans kom í góðar þarfir í ungu byrjunarliði. Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður 7Fékk tækifæri í fyrsta sinn í keppnisleik með landsliðinu og greip gæsina. Kom Íslandi á bragðið þegar hann skilaði sér inn á vítateig Liechtenstein á 19. mínútu og skallaði fyrirgjöf Jóns Dags í netið. Skagamaðurinn var kraftmikill og duglegur og er eflaust búinn að vinna sér inn fleiri tækifæri með landsliðinu. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður 6Var í byrjunarliðinu í þriðja landsleiknum í röð. Boltinn flaut vel í gegnum Þóri en hann átti ekki margar afgerandi sendingar á síðasta þriðjungnum. Albert Guðmundsson, hægri vængmaður 7Skoraði af öryggi úr tveimur vítaspyrnum, sín fyrstu mörk fyrir landsliðið á Laugardalsvelli. Fékk mikið frjálsræði og nýtti það vel. Var ógnandi og skapandi, sérstaklega í seinni hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri vængmaður 7Líflegur og átti nokkrar eitraðar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði sér á Stefán Teit þegar hann kom Íslandi yfir. Jón Dagur var sennilega besti leikmaður Íslands í þessari landsleikjahrinu og er búinn að stimpla sig inn í byrjunarliðið. Viðar Örn Kjartansson, framherji 5Fékk tækifæri í byrjunarliðinu annan leikinn í röð en nýtti það ekki vel. Fiskaði vítið en fór illa gott færi í upphafi seinni hálfleiks. Lítið með í spilinu. Líklega kominn aftur fyrir Guðjohnsen-bræðurna í goggunarröðinni í sókninni. Varamenn: Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Daníel Leó á 31. mínútu 6Hafði ekkert fyrir hlutunum í vörninni eftir að hann kom inn á fyrir Daníel Leó eftir rúman hálftíma. Nokkrar slakar sendingar en fátt til að kvarta yfir. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Viðar Örn á 65. mínútu 7Kröftug innkoma hjá Sveini Aroni sem nýtti sínar mínútur vel. Gerði vel þegar hann fiskaði seinna vítið og las leikinn svo vel og var óeigingjarn þegar hann lagði upp markið fyrir bróður sinn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Jón Dag á 65. mínútu 6Lét einu sinni reyna á Benjamin Büchel í marki Liechtenstein en hafði sig annars ekki mikið í frammi í sínum öðrum landsleik. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Þóri Jóhann á 65. mínútu 6Átti sendinguna á Svein Aron þegar hann sótti seinna vítið og svo forstoðsendingu í fjórða markinu. Fínasta innkoma hjá Andra. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Stefán Teit á 80. mínútuGerði sitt annað mark í fjórða landsleiknum þegar hann skoraði með góðu skoti eftir undirbúning bróður síns. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. HM 2022 í Katar Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Albert Guðmundsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Stefán Teitur Þórðarson og Andri Lucas Guðjohnsen gerðu sitt markið hvor. Sá síðastnefndi skoraði eftir sendingu bróður síns, Sveins Arons, sem átti afar góða innkomu, lagði upp mark og fiskaði vítaspyrnu. Albert og Stefán Teitur léku vel sem og Jón Dagur Þorsteinsson á vinstri kantinum. Aðrir stóðu svo fyrir sínu þótt andstæðingurinn hafi vissulega ekki verið burðugur. Ísland er áfram í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar en nú með fimm stig. Einkunnagjöf Vísis fyrir leikinn má sjá hér fyrir neðan. Byrjunarliðið: Elías Rafn Ólafsson, markvörður 6Hélt hreinu í sínum öðrum landsleik. Hafði ekkert að gera og þurfti örsjaldan að snerta boltann. Var líklegast orðið skítkalt undir lokin. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6Eyddi nánast öllum leiknum á vallarhelmingi Liechtenstein og var nokkuð ógnandi. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir. Spennandi verður að sjá hvort Alfons haldi sæti sínu í byrjunarliðinu í næstu landsleikjum. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 6Öruggur í öllum sínum aðgerðum og svalur með boltann. Mun samt spila fáa jafn auðvelda landsleiki. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6Kom inn í byrjunarliðið í stað Hjartar Hermannssonar. Fór meiddur af velli eftir rúman hálftíma. Hafði ekkert að gera í vörninni fram að því. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 6Yfirvegaður með boltann og tengdi vel við Jón Dag á vinstri kantinum. Hafði það náðugt í varnarleiknum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Fyrirliðinn var alltaf frír á miðjunni, fékk mikinn tíma og átti eflaust flestar sendingar allra á vellinum. Hóf flestar sóknir íslenska liðsins og skipti boltanum vel á milli kanta. Reynsla hans kom í góðar þarfir í ungu byrjunarliði. Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður 7Fékk tækifæri í fyrsta sinn í keppnisleik með landsliðinu og greip gæsina. Kom Íslandi á bragðið þegar hann skilaði sér inn á vítateig Liechtenstein á 19. mínútu og skallaði fyrirgjöf Jóns Dags í netið. Skagamaðurinn var kraftmikill og duglegur og er eflaust búinn að vinna sér inn fleiri tækifæri með landsliðinu. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður 6Var í byrjunarliðinu í þriðja landsleiknum í röð. Boltinn flaut vel í gegnum Þóri en hann átti ekki margar afgerandi sendingar á síðasta þriðjungnum. Albert Guðmundsson, hægri vængmaður 7Skoraði af öryggi úr tveimur vítaspyrnum, sín fyrstu mörk fyrir landsliðið á Laugardalsvelli. Fékk mikið frjálsræði og nýtti það vel. Var ógnandi og skapandi, sérstaklega í seinni hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri vængmaður 7Líflegur og átti nokkrar eitraðar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði sér á Stefán Teit þegar hann kom Íslandi yfir. Jón Dagur var sennilega besti leikmaður Íslands í þessari landsleikjahrinu og er búinn að stimpla sig inn í byrjunarliðið. Viðar Örn Kjartansson, framherji 5Fékk tækifæri í byrjunarliðinu annan leikinn í röð en nýtti það ekki vel. Fiskaði vítið en fór illa gott færi í upphafi seinni hálfleiks. Lítið með í spilinu. Líklega kominn aftur fyrir Guðjohnsen-bræðurna í goggunarröðinni í sókninni. Varamenn: Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Daníel Leó á 31. mínútu 6Hafði ekkert fyrir hlutunum í vörninni eftir að hann kom inn á fyrir Daníel Leó eftir rúman hálftíma. Nokkrar slakar sendingar en fátt til að kvarta yfir. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Viðar Örn á 65. mínútu 7Kröftug innkoma hjá Sveini Aroni sem nýtti sínar mínútur vel. Gerði vel þegar hann fiskaði seinna vítið og las leikinn svo vel og var óeigingjarn þegar hann lagði upp markið fyrir bróður sinn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Jón Dag á 65. mínútu 6Lét einu sinni reyna á Benjamin Büchel í marki Liechtenstein en hafði sig annars ekki mikið í frammi í sínum öðrum landsleik. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Þóri Jóhann á 65. mínútu 6Átti sendinguna á Svein Aron þegar hann sótti seinna vítið og svo forstoðsendingu í fjórða markinu. Fínasta innkoma hjá Andra. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Stefán Teit á 80. mínútuGerði sitt annað mark í fjórða landsleiknum þegar hann skoraði með góðu skoti eftir undirbúning bróður síns. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira