Nýi Súpermann er tvíkynhneigður Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 08:36 Jon Kent sem Súpermann (t.v.) og Jay Nakamura (t.h.) í ástríðufullum kossi í nýjasta hefti myndasögunnar um Súpermann. DC Comics DC Comics myndasagnarisinn hefur tilkynnt að nýjasta útgáfan af persónu Súpermann verði tvíkynhneigð. Í næsta hefti myndasögunnar verður ofurhetjan ástsæla sýnd í ástarsambandi við karlmann. Það er þó ekki upprunalegi Súpermann, Clark Kent, sem er kominn út úr skápnum heldur sonur hans, Jon Kent. Sagan er hluti af sagnabálknum „Súpermann: Sonur Kal-El“ sem hóf göngu sína í sumar. Hann fjallar um ævintýri Jon eftir að hann tekur við skikkjunni og utanáliggjandi nærfötunum af föður sínum. Jon mun nú eiga í ástarsambandi við Jay Nakamura, bleikhærðan blaðamann sem hann vingaðist við fyrr í sagnaröðinni. DC tilkynnti um samband þeirra á degi sem er ætlað að vekja athygli á málefnum LGBT-fólks í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á ramma sem DC deildi úr nýju sögunni sjást Jon og Jay kyssast. Ekki hefur verið greint frekar frá söguþræði næsta heftis. Tom Taylor, höfundur sögunnar, segist hafa velt fyrir sér hvernig persóna Súpermann væri í samtímanum. Honum hugnaðist ekki að gera hann að enn öðrum hvíta, gagnkynhneigða bjargvættinum. Þegar hann leitaði til DC um að gera Súpermann tvíkynhneigðan komst hann að því að fyrirtækið hafði þegar íhugað þann möguleika. Jon Kent hefur í sagnaröðinni glímt við ýmis nútímaleg vandamál. Hann hefur barist við skógarelda af völdum loftslagsbreytinga, komið í veg fyrir skotárás í framhaldsskóla og mótmælt brottvísun flóttafólks. Eins og alltaf þegar reynt er að draga úr einsleitni ofurhetja hefur reiður her nettrölla hamast yfir ákvörðun DC. Taylor segir að þeir sem básúni um að ekki eigi að blanda pólitík saman við myndasögur gleymi því að þær hafi alltaf verið pólitískar á einhvern hátt. „Fólk sem gerir sér ekki grein fyrir því að X-mennirnir voru líking við borgararéttindahreyfinguna [í Bandaríkjunum],“ segir hann. Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Það er þó ekki upprunalegi Súpermann, Clark Kent, sem er kominn út úr skápnum heldur sonur hans, Jon Kent. Sagan er hluti af sagnabálknum „Súpermann: Sonur Kal-El“ sem hóf göngu sína í sumar. Hann fjallar um ævintýri Jon eftir að hann tekur við skikkjunni og utanáliggjandi nærfötunum af föður sínum. Jon mun nú eiga í ástarsambandi við Jay Nakamura, bleikhærðan blaðamann sem hann vingaðist við fyrr í sagnaröðinni. DC tilkynnti um samband þeirra á degi sem er ætlað að vekja athygli á málefnum LGBT-fólks í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á ramma sem DC deildi úr nýju sögunni sjást Jon og Jay kyssast. Ekki hefur verið greint frekar frá söguþræði næsta heftis. Tom Taylor, höfundur sögunnar, segist hafa velt fyrir sér hvernig persóna Súpermann væri í samtímanum. Honum hugnaðist ekki að gera hann að enn öðrum hvíta, gagnkynhneigða bjargvættinum. Þegar hann leitaði til DC um að gera Súpermann tvíkynhneigðan komst hann að því að fyrirtækið hafði þegar íhugað þann möguleika. Jon Kent hefur í sagnaröðinni glímt við ýmis nútímaleg vandamál. Hann hefur barist við skógarelda af völdum loftslagsbreytinga, komið í veg fyrir skotárás í framhaldsskóla og mótmælt brottvísun flóttafólks. Eins og alltaf þegar reynt er að draga úr einsleitni ofurhetja hefur reiður her nettrölla hamast yfir ákvörðun DC. Taylor segir að þeir sem básúni um að ekki eigi að blanda pólitík saman við myndasögur gleymi því að þær hafi alltaf verið pólitískar á einhvern hátt. „Fólk sem gerir sér ekki grein fyrir því að X-mennirnir voru líking við borgararéttindahreyfinguna [í Bandaríkjunum],“ segir hann.
Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira