Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson flokksbræður settust á þing í fyrsta skipti í dag.vísir/vilhelm
Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag.
Þeir voru þar komnir ásamt nýjum þingmönnum til að sitja kynningarfund fyrir nýja alþingismenn sem fer fram í dag.
Slíkur kynningarfundur er alltaf haldinn skömmu eftir alþingiskosningar en þar eru nýir þingmenn kynntir fyrir störfum þingsins, starfsaðstöðu þingmanna og þjónustu skrifstofunnar við þá.
Ljósmyndari Vísis var mættur í þingsal í morgun til að mynda nýliðana.
Jakob Frímann og Tommi á Búllunni sitja aftast. Við hlið þeirra er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, samflokkskona þeirra. Fyrir framan þau stendur Jóhann Páll Jóhannsson og við hlið hans sitja Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kristrún Frostadóttir. Þau eru öll þingmenn Samfylkingarinnar.vísir/vilhelmFrá vinstri: Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmGísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, fremst á myndinni. Fyrir aftan hann sitja Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. Fyrir aftan þær standa svo Tómas A. Tómasson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmenn Flokks fólksins.vísir/vilhelmAllir þeir sem sátu ekki á þingi í fyrra voru boðaðir á kynningarfundinn í morgun.vísir/vilhelm