Þá heyrum við í formanni VR sem segir að húsnæðismálin verði þungamiðjan í komandi kjarabaráttu.
Einnig er rætt við Ernu Bjarnadóttur varaþingmann Miðflokksins, sem ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni yfir til Sjálfstæðisflokksins.
Ennfremur heyrum við af ástandi mála á Seyðisfirði og ræðum við nýja þingmenn sem mættu á Alþingi í fyrsta sinn í morgun.