Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. október 2021 11:57 Níu hús voru rýmd á Seyðisfirði í síðustu viku vegna skriðuhættunnar og yfirgáfu þá nítján manns heimili sín. Rýmingu hefur nú verið aflétt af fjórum húsum. Veðurstofan Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd. Íbúum sem var gert að rýma heimili sín í síðustu viku funduðu í gegnum fjarfundabúnað í gær með fulltrúum veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings eftir að ákveðið var að aflétta rýmingu að hluta til. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir íbúafundinn hafa gengið vel þar sem íbúar fengu meðal annars að koma sínum vangaveltum á framfæri. „Það var ágætismæting þar og íbúum annars á Seyðisfirði boðið að mæta. Þetta voru bara góðar umræður og upplýsandi vona ég fyrir báða aðila, hvort heldur þeir sem þurftu að rýma þau áfram eða halda þeim rýmdum, og hinum sem að geta þá aftur farið í sín hús,“ segir Kristján. „Eins auðvitað gott fyrir veðurstofu og almannavarnir að heyra svona viðhorf íbúa. Eins og ég segi ég held að þetta hafi verið upplýsandi fundur og góður fyrir alla,“ segir hann enn fremur. Aðspurður um hvernig íbúar tóku í fréttirnar segir Kristján þá hafa verið rólega og yfirvegaða þar sem íbúar voru viðbúin hvoru tveggja, að þau myndu annað hvort fá að fara heim til sín eða ekki. Hættustig almannavarna er enn í gildi og er vel fylgst með hreyfingum á hryggnum við Búðará. „Það er svona verið að bíða bara eftir því að sjá betur hvernig hann hagar sér og á hvaða leið hann er. Þetta verður svo bara metið daglega og niðurstaðan þá eftir því, en líklegt að það verði í það minnsta rýming í einhverja daga enn, að minnsta kosti,“ segir Kristján að lokum. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Íbúum sem var gert að rýma heimili sín í síðustu viku funduðu í gegnum fjarfundabúnað í gær með fulltrúum veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings eftir að ákveðið var að aflétta rýmingu að hluta til. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir íbúafundinn hafa gengið vel þar sem íbúar fengu meðal annars að koma sínum vangaveltum á framfæri. „Það var ágætismæting þar og íbúum annars á Seyðisfirði boðið að mæta. Þetta voru bara góðar umræður og upplýsandi vona ég fyrir báða aðila, hvort heldur þeir sem þurftu að rýma þau áfram eða halda þeim rýmdum, og hinum sem að geta þá aftur farið í sín hús,“ segir Kristján. „Eins auðvitað gott fyrir veðurstofu og almannavarnir að heyra svona viðhorf íbúa. Eins og ég segi ég held að þetta hafi verið upplýsandi fundur og góður fyrir alla,“ segir hann enn fremur. Aðspurður um hvernig íbúar tóku í fréttirnar segir Kristján þá hafa verið rólega og yfirvegaða þar sem íbúar voru viðbúin hvoru tveggja, að þau myndu annað hvort fá að fara heim til sín eða ekki. Hættustig almannavarna er enn í gildi og er vel fylgst með hreyfingum á hryggnum við Búðará. „Það er svona verið að bíða bara eftir því að sjá betur hvernig hann hagar sér og á hvaða leið hann er. Þetta verður svo bara metið daglega og niðurstaðan þá eftir því, en líklegt að það verði í það minnsta rýming í einhverja daga enn, að minnsta kosti,“ segir Kristján að lokum.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent