Umkringdur rokkstjörnum á kynningu sem líktist fyrsta skóladeginum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. október 2021 20:00 Nýir þingmenn. vísir Nýir Alþingismenn sóttu kynningarfund um þingstörf í dag. Þingmennirnir segja kynninguna minna á fyrsta skóladaginn og segist einn þeirra umkringdur rokkstjörnum. Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas. Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas.
Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21