Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 58-67 | Njarðvíkingar með fullt hús stiga eftir sigur í nágrannaslag Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2021 23:00 Njarðvík vann sigur á grönnum sínum í Grindavík í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Nýliðar Njarðvíkur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Þær unnu 67-58 útisigur á nágrönnum sínum í Grindavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystuna, Njarðvík þó oftar skrefinu á undan. Staðan í hálfleik 34-32 fyrir Grindavík. Spennan hélt áfram í síðari hálfleik. Bæði lið voru í basli í sókninni og heimastúlkur þó öllu meiri. Njarðvík hélt yfirhöndinni lengst af en Grindavík kom alltaf til baka og missti gestina aldrei langt fram úr sér. Tapaðir boltar hjá Grindvíkingum kom þeim um koll og góð vörn Njarðvíkinga á Robbi Ryan, lykilmann heimaliðsins, olli þeim miklum vandræðum. Undir lokin náði Njarðvík síðan níu stiga forskoti sem Grindavík náði ekki að minnka að neinu ráði. Njarðvík vann að lokum sigur 67-58 og hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa. Af hverju vann Njarðvík? Þær komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og varnarleikur þeirra þá var mjög góður. Þær unnu seinni hálfleikinn 35-24 eftir að hafa verið undir í hálfleik. Góður varnarleikur gestanna gegn Robbi Ryan sem og frábær leikur Aliyah Collier skipti sköpum. Grindavík tapaði 22 boltum í leiknum sem er allt of mikið og ekki vænlegt til árangurs. Þessar stóðu upp úr: Eins og áður segir var Aliyah Collier frábær, skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lavina De Silva kom af krafti inn í síðari hálfleikinn og skilaði sínu og vel það. Diane Diene steig einnig upp eftir hlé og hitti best af leikmönnum Njarðvíkur í kvöld. Hjá Grindavík var Robbi Ryan stigahæst með 16 stig en hún tapaði 7 boltum í kvöld sem er ekki gott. Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir átti góða innkomu af bekknum og Edyta Falenzcyk átti fínan fyrri hálfleik en var frekar týnd eftir hlé. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var köflóttur í kvöld. Njarðvík náði þó oftar góðum köflum í sínum sóknarleik á meðan Grindvíkingar þurfa að vinna í sínum málum fyrir næsta leik. Liðin voru að hitta illa og voru með marga tapaða bolta. Bæði lið undir 40% nýtingu í skotum utan af velli. Hvað gerist næst? Það eru stórleikur framundan hjá liðunum í næstu umferð. Grindavík fer til Keflavíkur í annan Suðurnesjaslag en Njarðvík tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Ljónagryfjunni en bæði liðin eru ósigruð eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Þorleifur: Munaði litlu í lokin Robbi Ryan er lykilmaður í liði Grindavíkur.Vísir / Jónína Guðbjörg Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur tók undir með blaðamanni sem spurði hvort sóknarleikur liðsins hefði verið vandamál í kvöld. „Í seinni hálfleik vorum í virkilegum vandræðum í sóknarleiknum og áttum erfitt með að setja stig á töfluna. Við vorum í basli.“ Njarðvík spilaði góða vörn lengst af í leiknum og komu Robbi Ryan oft í vandræði og hún var með töluvert af töpuðum boltum. „Tvöföldunin á Robbi í vagg og veltunni olli okkur vandræðum, þar gerðu þær mjög vel. Fljótt á litið er það aðallega það sem var vandamál.“ „Yfirhöfuð var þetta allt í lagi á báðum endum vallarins, sérstaklega fyrri hálfleikur. Það munaði rosalega litlu í lokin og Njarðvík sterkar að klára þetta.“ Bæði liðin eru nýliðar í deildinni og Njarðvík er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina. Er þessi byrjun að koma Þorleifi á óvart? „Nei, alls ekki. Þær eru með þrjá hörkugóða erlenda leikmenn og svo góðar þessar íslensku sem eru að spila. Vel gert hjá þeim.“ Rúnar Ingi: Meðbyr með okkur og karlaliðinu Úr leik Njarðvíkinga fyrr í haust.Vísir / Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigurinn gegn Grindavík í kvöld en sagði að hann þyrfti að fara betur yfir sóknarleikinn hjá sínu liði. „Spilamennskan var ekkert sérstök sóknarlega. Þriðja leikinn í röð erum við að vinna leik á góðum varnarleik, það er eitthvað sem við viljum gefa okkur út fyrir að vera – að vera gott varnarlið,“ sagði Rúnar þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum í kvöld. „Mér fannst vanta upp á orkuna hjá okkur í fyrri hálfleik. Það sem við viljum gera í vörninni krefst þess að við séum tilbúnar á löppunum alltaf. Heilt yfir er ég mjög sáttur með varnarframmistöðuna, við létum bandaríska leikmanninn þeirra hafa fyrir hlutunum en ég held að ég og Lalli séum báðir að fara heim að skoða hvað við getum gert betur í sókn.“ Byrjun Njarðvíkur á tímabilinu er frábær, þrír sigrar í fyrstu þremur umferðunum. „Ég er virkilega ánægður með kraftinn í liðinu í seinni hálfleik. Líkt og í síðasta leik gegn Fjölni erum við svolítið flatar í fyrri hálfleik en komum síðan af krafti í seinni hálfleik og löndum sigrinum. Ef við ætlum okkur að ná í mikið fleiri sigra þurfum við að koma tilbúnar í fyrri hálfleikinn og ná betri takti í sókn.“ Aliyah Collier var frábær í liði Njarðvíkur og lengi vel áttu aðrir leikmenn Njarðvíkur í basli með að skora. „Lavina De Silva, miðherjinn okkar, kom sterk inn og var að setja skot og komast að körfunni. Ég tók leikhlé í leiknum og tilkynnti að það mætti gefa á einhverja aðra en Aliyah því við vorum of mikið að leita að henni og vorum að neita okkur um eina auðvelda sendingu á næsta mann og reyna erfiða sendingu á hana.“ „Við þurfum bara að vinna áfram í okkar sóknarleik, finna réttu svæðin til að ráðast á og það kemur. Ég hef engar áhyggjur af því.“ Rúnar sagði góða stemmningu í Njarðvík fyrir körfuboltavetrinum. „Það er mikill meðbyr með okkur og karlaliðinu. Körfuboltaaðdáendur í Njarðvík þyrstir í góðan körfubolta og við fögnum því að þeir vilji koma og horfa á okkur. Það er ótrúlega skemmtilegt.“ Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Collier: Fann að þessi leikur var mikilvægur fyrir stelpurnar Við fórum að gera það sem við erum þekktar fyrir í síðari hálfleik, að spila góða vörn, og það kveikti neista í sókninni hjá okkur,“ sagði Aliyah Collier leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. 13. október 2021 22:31
Nýliðar Njarðvíkur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Þær unnu 67-58 útisigur á nágrönnum sínum í Grindavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystuna, Njarðvík þó oftar skrefinu á undan. Staðan í hálfleik 34-32 fyrir Grindavík. Spennan hélt áfram í síðari hálfleik. Bæði lið voru í basli í sókninni og heimastúlkur þó öllu meiri. Njarðvík hélt yfirhöndinni lengst af en Grindavík kom alltaf til baka og missti gestina aldrei langt fram úr sér. Tapaðir boltar hjá Grindvíkingum kom þeim um koll og góð vörn Njarðvíkinga á Robbi Ryan, lykilmann heimaliðsins, olli þeim miklum vandræðum. Undir lokin náði Njarðvík síðan níu stiga forskoti sem Grindavík náði ekki að minnka að neinu ráði. Njarðvík vann að lokum sigur 67-58 og hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa. Af hverju vann Njarðvík? Þær komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og varnarleikur þeirra þá var mjög góður. Þær unnu seinni hálfleikinn 35-24 eftir að hafa verið undir í hálfleik. Góður varnarleikur gestanna gegn Robbi Ryan sem og frábær leikur Aliyah Collier skipti sköpum. Grindavík tapaði 22 boltum í leiknum sem er allt of mikið og ekki vænlegt til árangurs. Þessar stóðu upp úr: Eins og áður segir var Aliyah Collier frábær, skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Lavina De Silva kom af krafti inn í síðari hálfleikinn og skilaði sínu og vel það. Diane Diene steig einnig upp eftir hlé og hitti best af leikmönnum Njarðvíkur í kvöld. Hjá Grindavík var Robbi Ryan stigahæst með 16 stig en hún tapaði 7 boltum í kvöld sem er ekki gott. Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir átti góða innkomu af bekknum og Edyta Falenzcyk átti fínan fyrri hálfleik en var frekar týnd eftir hlé. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var köflóttur í kvöld. Njarðvík náði þó oftar góðum köflum í sínum sóknarleik á meðan Grindvíkingar þurfa að vinna í sínum málum fyrir næsta leik. Liðin voru að hitta illa og voru með marga tapaða bolta. Bæði lið undir 40% nýtingu í skotum utan af velli. Hvað gerist næst? Það eru stórleikur framundan hjá liðunum í næstu umferð. Grindavík fer til Keflavíkur í annan Suðurnesjaslag en Njarðvík tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Ljónagryfjunni en bæði liðin eru ósigruð eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Þorleifur: Munaði litlu í lokin Robbi Ryan er lykilmaður í liði Grindavíkur.Vísir / Jónína Guðbjörg Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur tók undir með blaðamanni sem spurði hvort sóknarleikur liðsins hefði verið vandamál í kvöld. „Í seinni hálfleik vorum í virkilegum vandræðum í sóknarleiknum og áttum erfitt með að setja stig á töfluna. Við vorum í basli.“ Njarðvík spilaði góða vörn lengst af í leiknum og komu Robbi Ryan oft í vandræði og hún var með töluvert af töpuðum boltum. „Tvöföldunin á Robbi í vagg og veltunni olli okkur vandræðum, þar gerðu þær mjög vel. Fljótt á litið er það aðallega það sem var vandamál.“ „Yfirhöfuð var þetta allt í lagi á báðum endum vallarins, sérstaklega fyrri hálfleikur. Það munaði rosalega litlu í lokin og Njarðvík sterkar að klára þetta.“ Bæði liðin eru nýliðar í deildinni og Njarðvík er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina. Er þessi byrjun að koma Þorleifi á óvart? „Nei, alls ekki. Þær eru með þrjá hörkugóða erlenda leikmenn og svo góðar þessar íslensku sem eru að spila. Vel gert hjá þeim.“ Rúnar Ingi: Meðbyr með okkur og karlaliðinu Úr leik Njarðvíkinga fyrr í haust.Vísir / Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigurinn gegn Grindavík í kvöld en sagði að hann þyrfti að fara betur yfir sóknarleikinn hjá sínu liði. „Spilamennskan var ekkert sérstök sóknarlega. Þriðja leikinn í röð erum við að vinna leik á góðum varnarleik, það er eitthvað sem við viljum gefa okkur út fyrir að vera – að vera gott varnarlið,“ sagði Rúnar þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum í kvöld. „Mér fannst vanta upp á orkuna hjá okkur í fyrri hálfleik. Það sem við viljum gera í vörninni krefst þess að við séum tilbúnar á löppunum alltaf. Heilt yfir er ég mjög sáttur með varnarframmistöðuna, við létum bandaríska leikmanninn þeirra hafa fyrir hlutunum en ég held að ég og Lalli séum báðir að fara heim að skoða hvað við getum gert betur í sókn.“ Byrjun Njarðvíkur á tímabilinu er frábær, þrír sigrar í fyrstu þremur umferðunum. „Ég er virkilega ánægður með kraftinn í liðinu í seinni hálfleik. Líkt og í síðasta leik gegn Fjölni erum við svolítið flatar í fyrri hálfleik en komum síðan af krafti í seinni hálfleik og löndum sigrinum. Ef við ætlum okkur að ná í mikið fleiri sigra þurfum við að koma tilbúnar í fyrri hálfleikinn og ná betri takti í sókn.“ Aliyah Collier var frábær í liði Njarðvíkur og lengi vel áttu aðrir leikmenn Njarðvíkur í basli með að skora. „Lavina De Silva, miðherjinn okkar, kom sterk inn og var að setja skot og komast að körfunni. Ég tók leikhlé í leiknum og tilkynnti að það mætti gefa á einhverja aðra en Aliyah því við vorum of mikið að leita að henni og vorum að neita okkur um eina auðvelda sendingu á næsta mann og reyna erfiða sendingu á hana.“ „Við þurfum bara að vinna áfram í okkar sóknarleik, finna réttu svæðin til að ráðast á og það kemur. Ég hef engar áhyggjur af því.“ Rúnar sagði góða stemmningu í Njarðvík fyrir körfuboltavetrinum. „Það er mikill meðbyr með okkur og karlaliðinu. Körfuboltaaðdáendur í Njarðvík þyrstir í góðan körfubolta og við fögnum því að þeir vilji koma og horfa á okkur. Það er ótrúlega skemmtilegt.“
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Collier: Fann að þessi leikur var mikilvægur fyrir stelpurnar Við fórum að gera það sem við erum þekktar fyrir í síðari hálfleik, að spila góða vörn, og það kveikti neista í sókninni hjá okkur,“ sagði Aliyah Collier leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. 13. október 2021 22:31
Collier: Fann að þessi leikur var mikilvægur fyrir stelpurnar Við fórum að gera það sem við erum þekktar fyrir í síðari hálfleik, að spila góða vörn, og það kveikti neista í sókninni hjá okkur,“ sagði Aliyah Collier leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. 13. október 2021 22:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti