Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld. Vísir

Almenn lífsgæði landsmanna vega þyngra en áður við ákvörðun næstu samkomutakmarkana vegna bólusetninga að mati heilbrigðis- og forsætisráðherra. Unnið er að næstu skrefum í átt að afléttingu sóttvarnaaðgerða en sóttvarnalæknir vill fara varlega.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við settan forstjóra Landspítalans um getu spítalans til þess að ráða við mögulegar innlagnir í óheftum faraldri.

Einnig verður rætt við lögreglu um starfsemi mótorhjólasamtakanna Banditos á Íslandi og hjón sem urðu fyrir líkamsárás við innbrot á heimili þeirra. Þau saka ákæruvaldið um að leggja meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara.

Þá verður fjallað um tilkynningar til KSÍ um meint kynferðisbrot sex landsliðsmanna og heimsókn danska krónprinsins auk þess sem við fylgjumst með geimferð leikarans William Shatner sem varð í dag elsti maðurinn til þess að fara út í geim – níræður að aldri.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×