Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2021 21:28 Mikill fjöldi mótmælenda gerði áhlaup á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Brent Stirton/Getty Images Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar. Reuters greinir frá og segir að undanförnu hafi alríkisdómarinn Tanya Chutkan dæmt fjóra einstaklinga sem tóku þátt í áhlaupinu til þyngri refsingar en farið var fram á að hálfu ákæruvaldsins. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa gengið um þinghúsið á ólögmætan hátt og tekið þátt í ólöglegum mótmælum. Viðkomandi höfðu allir játað sig seka en um minniháttar brot er að ræða. Fjölbreytt flóra mótmælenda komst inn í þinghúsið.Brent Stirton/Getty Images Þannig dæmdi Chutkan tvo frændur sem tóku þátt í áhlaupinu og tóku sjálfsmyndir af sér í 45 daga fangelsi, saksóknari hafði hins vegar bara farið fram á þrjátíu daga fangelsi. Áður hafði Chutkan dæmt annan sakborning í tveggja vikna fangelsi, þvert á tillögu saksóknara sem lagði til skilorðsbundin dóm. „Það að hafa tekið þátt í atlögu að alríkisstjórn Bandaríkjanna verður að hafa meiri afleiðingar en það að sitja heima hjá sér,“ sagði Chutkan í einum af réttarhöldunum. 650 ákærðir Alls hafa 650 verið ákærðir fyrir þátt sinn í áhlaupinu þegar stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gátu ekki sætt sig við úrslit forsetakosninganna og gerðu áhlaup á þinghúsið 6. janúar þegar þingheimur var við það að staðfesta úrslit kosninganna. Fjórir létust í áhlaupinu og fjölmargir slösuðust. Hundrað manns hafa játað sig seka og sautján af þeim hafa þegar hlotið dóm. Chutkan var skipuð í embætti alríkisdómara af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Reuters greinir frá og segir að undanförnu hafi alríkisdómarinn Tanya Chutkan dæmt fjóra einstaklinga sem tóku þátt í áhlaupinu til þyngri refsingar en farið var fram á að hálfu ákæruvaldsins. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa gengið um þinghúsið á ólögmætan hátt og tekið þátt í ólöglegum mótmælum. Viðkomandi höfðu allir játað sig seka en um minniháttar brot er að ræða. Fjölbreytt flóra mótmælenda komst inn í þinghúsið.Brent Stirton/Getty Images Þannig dæmdi Chutkan tvo frændur sem tóku þátt í áhlaupinu og tóku sjálfsmyndir af sér í 45 daga fangelsi, saksóknari hafði hins vegar bara farið fram á þrjátíu daga fangelsi. Áður hafði Chutkan dæmt annan sakborning í tveggja vikna fangelsi, þvert á tillögu saksóknara sem lagði til skilorðsbundin dóm. „Það að hafa tekið þátt í atlögu að alríkisstjórn Bandaríkjanna verður að hafa meiri afleiðingar en það að sitja heima hjá sér,“ sagði Chutkan í einum af réttarhöldunum. 650 ákærðir Alls hafa 650 verið ákærðir fyrir þátt sinn í áhlaupinu þegar stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gátu ekki sætt sig við úrslit forsetakosninganna og gerðu áhlaup á þinghúsið 6. janúar þegar þingheimur var við það að staðfesta úrslit kosninganna. Fjórir létust í áhlaupinu og fjölmargir slösuðust. Hundrað manns hafa játað sig seka og sautján af þeim hafa þegar hlotið dóm. Chutkan var skipuð í embætti alríkisdómara af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35
Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45