Innlent

Þurfa ekki að fella aspir eftir nágrannadeilur í Grafarvogi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Til eru aspir á Íslandi sem eru yfir tuttugu metrar á hæð. Alaskaöspin er líklega frægust hér á landi en hún var flutt til hingað til lands um miðja síðustu öld.
Til eru aspir á Íslandi sem eru yfir tuttugu metrar á hæð. Alaskaöspin er líklega frægust hér á landi en hún var flutt til hingað til lands um miðja síðustu öld.

Húseigendur í Grafarvogi þurfa ekki að fella fjórar aspir á lóð sinni að ósk nágranna. Nágranninn vildi aspirnar burt eða í versta falli styttar.

Nágranninn sagði meðal annars að aspirnar væru nær lóðarmörkum en heimilt er samkvæmt lögum, með tilheyrandi óþægindum. Greinar trjánna fari inn á lóð nágrannans, sem veldur því að lóðin fyllist af laufum á haustin og að hreinsa þurfi laufin með tilheyrandi kostnaði. Aspirnar skyggi þar að auki á sól í garðinum. 

Eigendur trjánna vísuðu til þess að aspirnar veittu næði og skjól fyrir veðri og vindum. Þau sögðu þá einnig að nágrannanum hafi ekki tekist að sýna fram á mælanleg óþægindi af völdum aspanna og að ekkert bendi til þess að trén skyggi sérstaklega á garð nágrannans. Sólin skíni ekki inn í þess hluta garðsins fyrr en seint á kvöldin.

Héraðsdómari bar saman mismunandi hagsmuni nágrannanna; hagsmuni nágrannans til að vera laus undan óþægindunum sem trjánum fylgir, og svo hagsmuni hinna við að fá að halda öspunum. Þegar litið var til málsins í heild taldi héraðsdómari að hagsmunirnir um að fá að halda trjánum vægju þyngra. Aspirnar fá því að standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×