Sara Sigmunds: Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir má nú æfa af fullum krafti og það styttist í fyrsta mótið eftir krossbandsslit sem fer fram í desember. Instagram/@sarasigmunds CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir mætti sem áhorfandi á síðustu heimsleika í CrossFit en það ætlar hún aldrei að gera aftur. Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sjá meira
Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sjá meira