Mótmæla aflífun dýra hverra eigendur hafa greinst með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 08:17 Parið hlóð öllum sínum veraldlegu eigum á mótorhjól og ferðaðist 280 km, með fimmtán hunda með sér. Pham Minh Hung Yfir 150 þúsund manns í Víetnam hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að þarlend yfirvöld hætti að drepa dýr af ótta við smithættu vegna Covid-19. Undirskriftasöfnuninni var hrundið af stað eftir að tólf gæludýr pars sem greindist með sjúkdóminn voru drepin á meðan þau dvöldu á spítala. Pham Minh Hung, 49 ára, og Nguyen Thi Chi Em, 35 ára, eru meðal þeirra sem hafa yfirgefið stórborgir Víetnam í kórónuveirufaraldrinum til að leita vinnu annars staðar. Þau lögðu af stað 8. október síðastliðinn eftir að hafa hlaðið öllum veraldlegum eigum sínum á mótorhjól. Með í för voru „börnin“ þeirra, það er að segja hundarnir þeirra. Voru þau í samfloti með þremur ættingjum, sem höfðu með þrjá hunda og einn kött. Leiðin lá frá Long An-héraði í Khanh Hung í Ca Mau-héraði, um 280 km leið. Þar býr enn annað skyldmenni og útbreiðsla Covid-19 er ekki jafn mikil. Parið birti myndir og myndskeið úr ferðinni á samfélagsmiðlum og nutu nokkurra vinsælda, ekki síst fyrir að hugsa vel um hundana sína. Þegar þau lögðu af stað voru dýrin fimmtán en þau gáfu tvo frá sér og einn drapst. Þegar komið var til Khanh Hung þurfti hópurinn að gangst undir Covid-19 próf og allir reyndust ferðalangarnir smitaðir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en á meðan voru hundarnir tólf drepnir og gæludýr ættingjanna. Það liggur ekki fyrir hvernig en svo virðist sem hræ þeirra hafi verið brennd. „Konan mín og ég grétum svo mikið að við gátum ekki sofið,“ sagði maðurinn. „Ég vildi ekki trúa því að þetta hefði gerst. Ég gat ekki gert neitt til að vernda börnin mín,“ sagði hann í samtali við BBC. Margir sem fylgdust með ferð parsins á samfélagsmiðlum voru djúpt snortnir yfir því hversu vel þau hugsuðu um dýrin sín.Pham Minh Hung Á samfélagsmiðlum létu viðbrögðin við tíðindunum ekki á sér standa og ákvörðunin um að drepa hundana var sögð „grimmileg“ og „villimannsleg“. Nguyen Hong Vu, vísindamaður við City of Hope National Medical Center í Bandaríkjunum sagði ákvörðunina fáránlega, þar sem engar ábendingar væru um að grípa þyrfti til þess að aflífa dýr ef eigendur greindust með Covid-19. Ekki sé vitað um tilvik þar sem smit hafi borist úr gæludýrum í fólk en hins vegar hafi fólk smitað gæludýrin sín. Rannsókn í Texas náði til 76 gæludýra á 39 heimilum þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu greinst með Covid-19. Þrír kettir og einn hundur reyndust hafa smitast en sýndu lítil eða engin einkenni og náðu sér fljótt. Viðbrögð yfirvalda í Víetnam við kórónuverufaraldrinum þykja almennt hafa verið nokkuð hörð. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn fyrir að dreifa SAR-CoV-2, vírusnum sem veldur Covid-19, og sumir fangelsaðir í allt að fimm ár. Þá vakti mikla hneykslað þegar myndskeið fór í birtingu í september síðastliðnum sem sýndi lögreglumenn brjótast inn í íbúð í Binh Duong-héraði og draga konu út á meðan ungur sonur hennar grét. Hafði konan orðið útsett fyrir smiti og hugðist lögregla láta hana undirgangast próf. BBC greindi frá. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira
Pham Minh Hung, 49 ára, og Nguyen Thi Chi Em, 35 ára, eru meðal þeirra sem hafa yfirgefið stórborgir Víetnam í kórónuveirufaraldrinum til að leita vinnu annars staðar. Þau lögðu af stað 8. október síðastliðinn eftir að hafa hlaðið öllum veraldlegum eigum sínum á mótorhjól. Með í för voru „börnin“ þeirra, það er að segja hundarnir þeirra. Voru þau í samfloti með þremur ættingjum, sem höfðu með þrjá hunda og einn kött. Leiðin lá frá Long An-héraði í Khanh Hung í Ca Mau-héraði, um 280 km leið. Þar býr enn annað skyldmenni og útbreiðsla Covid-19 er ekki jafn mikil. Parið birti myndir og myndskeið úr ferðinni á samfélagsmiðlum og nutu nokkurra vinsælda, ekki síst fyrir að hugsa vel um hundana sína. Þegar þau lögðu af stað voru dýrin fimmtán en þau gáfu tvo frá sér og einn drapst. Þegar komið var til Khanh Hung þurfti hópurinn að gangst undir Covid-19 próf og allir reyndust ferðalangarnir smitaðir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en á meðan voru hundarnir tólf drepnir og gæludýr ættingjanna. Það liggur ekki fyrir hvernig en svo virðist sem hræ þeirra hafi verið brennd. „Konan mín og ég grétum svo mikið að við gátum ekki sofið,“ sagði maðurinn. „Ég vildi ekki trúa því að þetta hefði gerst. Ég gat ekki gert neitt til að vernda börnin mín,“ sagði hann í samtali við BBC. Margir sem fylgdust með ferð parsins á samfélagsmiðlum voru djúpt snortnir yfir því hversu vel þau hugsuðu um dýrin sín.Pham Minh Hung Á samfélagsmiðlum létu viðbrögðin við tíðindunum ekki á sér standa og ákvörðunin um að drepa hundana var sögð „grimmileg“ og „villimannsleg“. Nguyen Hong Vu, vísindamaður við City of Hope National Medical Center í Bandaríkjunum sagði ákvörðunina fáránlega, þar sem engar ábendingar væru um að grípa þyrfti til þess að aflífa dýr ef eigendur greindust með Covid-19. Ekki sé vitað um tilvik þar sem smit hafi borist úr gæludýrum í fólk en hins vegar hafi fólk smitað gæludýrin sín. Rannsókn í Texas náði til 76 gæludýra á 39 heimilum þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu greinst með Covid-19. Þrír kettir og einn hundur reyndust hafa smitast en sýndu lítil eða engin einkenni og náðu sér fljótt. Viðbrögð yfirvalda í Víetnam við kórónuverufaraldrinum þykja almennt hafa verið nokkuð hörð. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn fyrir að dreifa SAR-CoV-2, vírusnum sem veldur Covid-19, og sumir fangelsaðir í allt að fimm ár. Þá vakti mikla hneykslað þegar myndskeið fór í birtingu í september síðastliðnum sem sýndi lögreglumenn brjótast inn í íbúð í Binh Duong-héraði og draga konu út á meðan ungur sonur hennar grét. Hafði konan orðið útsett fyrir smiti og hugðist lögregla láta hana undirgangast próf. BBC greindi frá.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira