Mótmæla aflífun dýra hverra eigendur hafa greinst með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 08:17 Parið hlóð öllum sínum veraldlegu eigum á mótorhjól og ferðaðist 280 km, með fimmtán hunda með sér. Pham Minh Hung Yfir 150 þúsund manns í Víetnam hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að þarlend yfirvöld hætti að drepa dýr af ótta við smithættu vegna Covid-19. Undirskriftasöfnuninni var hrundið af stað eftir að tólf gæludýr pars sem greindist með sjúkdóminn voru drepin á meðan þau dvöldu á spítala. Pham Minh Hung, 49 ára, og Nguyen Thi Chi Em, 35 ára, eru meðal þeirra sem hafa yfirgefið stórborgir Víetnam í kórónuveirufaraldrinum til að leita vinnu annars staðar. Þau lögðu af stað 8. október síðastliðinn eftir að hafa hlaðið öllum veraldlegum eigum sínum á mótorhjól. Með í för voru „börnin“ þeirra, það er að segja hundarnir þeirra. Voru þau í samfloti með þremur ættingjum, sem höfðu með þrjá hunda og einn kött. Leiðin lá frá Long An-héraði í Khanh Hung í Ca Mau-héraði, um 280 km leið. Þar býr enn annað skyldmenni og útbreiðsla Covid-19 er ekki jafn mikil. Parið birti myndir og myndskeið úr ferðinni á samfélagsmiðlum og nutu nokkurra vinsælda, ekki síst fyrir að hugsa vel um hundana sína. Þegar þau lögðu af stað voru dýrin fimmtán en þau gáfu tvo frá sér og einn drapst. Þegar komið var til Khanh Hung þurfti hópurinn að gangst undir Covid-19 próf og allir reyndust ferðalangarnir smitaðir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en á meðan voru hundarnir tólf drepnir og gæludýr ættingjanna. Það liggur ekki fyrir hvernig en svo virðist sem hræ þeirra hafi verið brennd. „Konan mín og ég grétum svo mikið að við gátum ekki sofið,“ sagði maðurinn. „Ég vildi ekki trúa því að þetta hefði gerst. Ég gat ekki gert neitt til að vernda börnin mín,“ sagði hann í samtali við BBC. Margir sem fylgdust með ferð parsins á samfélagsmiðlum voru djúpt snortnir yfir því hversu vel þau hugsuðu um dýrin sín.Pham Minh Hung Á samfélagsmiðlum létu viðbrögðin við tíðindunum ekki á sér standa og ákvörðunin um að drepa hundana var sögð „grimmileg“ og „villimannsleg“. Nguyen Hong Vu, vísindamaður við City of Hope National Medical Center í Bandaríkjunum sagði ákvörðunina fáránlega, þar sem engar ábendingar væru um að grípa þyrfti til þess að aflífa dýr ef eigendur greindust með Covid-19. Ekki sé vitað um tilvik þar sem smit hafi borist úr gæludýrum í fólk en hins vegar hafi fólk smitað gæludýrin sín. Rannsókn í Texas náði til 76 gæludýra á 39 heimilum þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu greinst með Covid-19. Þrír kettir og einn hundur reyndust hafa smitast en sýndu lítil eða engin einkenni og náðu sér fljótt. Viðbrögð yfirvalda í Víetnam við kórónuverufaraldrinum þykja almennt hafa verið nokkuð hörð. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn fyrir að dreifa SAR-CoV-2, vírusnum sem veldur Covid-19, og sumir fangelsaðir í allt að fimm ár. Þá vakti mikla hneykslað þegar myndskeið fór í birtingu í september síðastliðnum sem sýndi lögreglumenn brjótast inn í íbúð í Binh Duong-héraði og draga konu út á meðan ungur sonur hennar grét. Hafði konan orðið útsett fyrir smiti og hugðist lögregla láta hana undirgangast próf. BBC greindi frá. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Pham Minh Hung, 49 ára, og Nguyen Thi Chi Em, 35 ára, eru meðal þeirra sem hafa yfirgefið stórborgir Víetnam í kórónuveirufaraldrinum til að leita vinnu annars staðar. Þau lögðu af stað 8. október síðastliðinn eftir að hafa hlaðið öllum veraldlegum eigum sínum á mótorhjól. Með í för voru „börnin“ þeirra, það er að segja hundarnir þeirra. Voru þau í samfloti með þremur ættingjum, sem höfðu með þrjá hunda og einn kött. Leiðin lá frá Long An-héraði í Khanh Hung í Ca Mau-héraði, um 280 km leið. Þar býr enn annað skyldmenni og útbreiðsla Covid-19 er ekki jafn mikil. Parið birti myndir og myndskeið úr ferðinni á samfélagsmiðlum og nutu nokkurra vinsælda, ekki síst fyrir að hugsa vel um hundana sína. Þegar þau lögðu af stað voru dýrin fimmtán en þau gáfu tvo frá sér og einn drapst. Þegar komið var til Khanh Hung þurfti hópurinn að gangst undir Covid-19 próf og allir reyndust ferðalangarnir smitaðir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en á meðan voru hundarnir tólf drepnir og gæludýr ættingjanna. Það liggur ekki fyrir hvernig en svo virðist sem hræ þeirra hafi verið brennd. „Konan mín og ég grétum svo mikið að við gátum ekki sofið,“ sagði maðurinn. „Ég vildi ekki trúa því að þetta hefði gerst. Ég gat ekki gert neitt til að vernda börnin mín,“ sagði hann í samtali við BBC. Margir sem fylgdust með ferð parsins á samfélagsmiðlum voru djúpt snortnir yfir því hversu vel þau hugsuðu um dýrin sín.Pham Minh Hung Á samfélagsmiðlum létu viðbrögðin við tíðindunum ekki á sér standa og ákvörðunin um að drepa hundana var sögð „grimmileg“ og „villimannsleg“. Nguyen Hong Vu, vísindamaður við City of Hope National Medical Center í Bandaríkjunum sagði ákvörðunina fáránlega, þar sem engar ábendingar væru um að grípa þyrfti til þess að aflífa dýr ef eigendur greindust með Covid-19. Ekki sé vitað um tilvik þar sem smit hafi borist úr gæludýrum í fólk en hins vegar hafi fólk smitað gæludýrin sín. Rannsókn í Texas náði til 76 gæludýra á 39 heimilum þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu greinst með Covid-19. Þrír kettir og einn hundur reyndust hafa smitast en sýndu lítil eða engin einkenni og náðu sér fljótt. Viðbrögð yfirvalda í Víetnam við kórónuverufaraldrinum þykja almennt hafa verið nokkuð hörð. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn fyrir að dreifa SAR-CoV-2, vírusnum sem veldur Covid-19, og sumir fangelsaðir í allt að fimm ár. Þá vakti mikla hneykslað þegar myndskeið fór í birtingu í september síðastliðnum sem sýndi lögreglumenn brjótast inn í íbúð í Binh Duong-héraði og draga konu út á meðan ungur sonur hennar grét. Hafði konan orðið útsett fyrir smiti og hugðist lögregla láta hana undirgangast próf. BBC greindi frá.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira