Zúistabræðrum hafnað um gögn sem leiddu til rannsóknar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 15:54 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika árið 2017. Vísir Landsréttur hefur hafnað kröfum forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að fá aðgang að erindi frá Skrifstofu fjármálagerninga lörgeglu (SFL) og tilkynningu sem erindið byggði á. Forsvarsmennirnir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Verjendur bræðranna kröfðust þess í Héraðsdómi Reykjavíkur að málinu yrði vísað frá en þeirri kröfu var hafnað í apríl síðastliðnum. Nú kröfðust þeir að fá fyrrnefnt erindi frá SFL. Um er að ræða erindi til Embættis héraðssaksóknara sem leiddi til rannsóknar saksóknara á umsvifum bræðranna Ágústs Arnar og Einars. Verjendurnir ýjuðu að því að rannsókn á málinu hefði mögulega hafist áður en sú tilkynning barst héraðssaksóknara. Öll atriði þyrftu að vera uppi á borðum og mikilvægt að geta fullvissað sig um að rétt hafi verið að málum staðið. Þá bentu verjendurnir á að SFL væri ekki tilkynningaskyldur aðili heldu hafi einhver sem beri tilkynningaskyldu á grundvelli laganna sett tilkynninguna fram og þá væntanlega einungis tilkynnt um óeðlilega fjármunafærslu. Liggja þurfi fyrir hvað varð til þess að tilkynningin var send og hvers vegna færsla hjá skráðu trúfélagi hafi vakið grunsemdir. Einnig kunni að vera í tilkynningunni upplýsingar um meint frumbrot sem SFL hafi fengið upplýsingar um. Þá bentu verjendur á að skrifstofa SFL væri á sama gangi og héraðssaksóknari. Réttmæt ástæða væri til að ætla að málatilbúnaður hæfist á skrifstofu héraðssaksóknara og allt annað væri einhvers konar fyrirsláttur til að afla sér heimildar til að hefja rannsókn málsins. Það væri einnig ástæða þess að ákærðu vildu fá skjalið inn í málið og teldu að það kynni að varpa ljósi á hæfi ákæruvaldsins til að fara með málið. Landsréttur hafnaði beiðni verjendanna og sagði meðal annars að hvorki í gögnum málsins né undirliggjandi lagaákvæðum liggi nokkuð fyrir um að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit af þeirri tilkynningu sem erindi SFL til héraðssaksóknara byggði á. Þá hefðu verjendur bræðranna ekki bent á ákveðin atriði sem þeir telji vera í erindi SFL til sóknaraðila eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn málsins. Ekkert lægi fyrir um að erindið hafi að geyma sönnun um atvik máls sem héraðssaksóknara sé skylt að leggja fram. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. Zuism Dómsmál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Verjendur bræðranna kröfðust þess í Héraðsdómi Reykjavíkur að málinu yrði vísað frá en þeirri kröfu var hafnað í apríl síðastliðnum. Nú kröfðust þeir að fá fyrrnefnt erindi frá SFL. Um er að ræða erindi til Embættis héraðssaksóknara sem leiddi til rannsóknar saksóknara á umsvifum bræðranna Ágústs Arnar og Einars. Verjendurnir ýjuðu að því að rannsókn á málinu hefði mögulega hafist áður en sú tilkynning barst héraðssaksóknara. Öll atriði þyrftu að vera uppi á borðum og mikilvægt að geta fullvissað sig um að rétt hafi verið að málum staðið. Þá bentu verjendurnir á að SFL væri ekki tilkynningaskyldur aðili heldu hafi einhver sem beri tilkynningaskyldu á grundvelli laganna sett tilkynninguna fram og þá væntanlega einungis tilkynnt um óeðlilega fjármunafærslu. Liggja þurfi fyrir hvað varð til þess að tilkynningin var send og hvers vegna færsla hjá skráðu trúfélagi hafi vakið grunsemdir. Einnig kunni að vera í tilkynningunni upplýsingar um meint frumbrot sem SFL hafi fengið upplýsingar um. Þá bentu verjendur á að skrifstofa SFL væri á sama gangi og héraðssaksóknari. Réttmæt ástæða væri til að ætla að málatilbúnaður hæfist á skrifstofu héraðssaksóknara og allt annað væri einhvers konar fyrirsláttur til að afla sér heimildar til að hefja rannsókn málsins. Það væri einnig ástæða þess að ákærðu vildu fá skjalið inn í málið og teldu að það kynni að varpa ljósi á hæfi ákæruvaldsins til að fara með málið. Landsréttur hafnaði beiðni verjendanna og sagði meðal annars að hvorki í gögnum málsins né undirliggjandi lagaákvæðum liggi nokkuð fyrir um að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit af þeirri tilkynningu sem erindi SFL til héraðssaksóknara byggði á. Þá hefðu verjendur bræðranna ekki bent á ákveðin atriði sem þeir telji vera í erindi SFL til sóknaraðila eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn málsins. Ekkert lægi fyrir um að erindið hafi að geyma sönnun um atvik máls sem héraðssaksóknara sé skylt að leggja fram. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
Zuism Dómsmál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira