Hann mætti í skólann dag einn í febrúar 2018 með hálfsjálfvirkan AR-15 riffil og myrti sautján nemendur og starfsfólk skólans og særði sautján til viðbótar.
Málið vakti mikla athygli og mörg ungmennanna sem komust lífs af úr hildarleiknum stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.
Samkvæmt frétt AP er búist er við því að Cruz, sem er núna 23ja ára, lýsi yfir sekt í málinu, en það kemur ekki í veg fyrir að hann gæti verið dæmdur til dauða fyrir ódæðisverkin að kröfu ákæruvaldsins, eða í lífstíðarfangelsi. Sú ákvörðun kemur í hlut kviðdómenda.
Búist er við að verjendur muni leggja áherslu á andlegt ástand Cruz þegar hann framdi morðin, en ákærendur muni svara því með því hve vel hann skipulagði árásina.