Umfjöllun og viðtöl: FH - SKA Minsk 29-37 | Gamla Evrópustórveldið sýndi mátt sinn í Kaplakrika Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. október 2021 19:58 FH-ingar þurfa að vinna upp átta marka forskot á útivelli. Vísir/Hulda Margrét Fyrri leikur FH og SKA Minsk í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta karla fór fram í dag í Kaplakrika. Endaði hann með tapi heimamanna í FH 29-37. FH byrjaði vel. Eftir að SKA Minsk komst í 0-2 snéru FH-ingar leiknum við og komust í 5-3 eftir átta mínútna leik. Eftir þann kafla endurheimti SKA Minsk forustuna og lét hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Hafði það engin áhrif þó að Sigursteinn Arndal hafi tekið leikhlé eftir um þrettán mínútur, áfram héldu Hvít-rússarnir að keyra yfir FH sóknarlega. Þrátt fyrir mörk á færibandi frá Hvít-rússunum í öllum regnbogans litum gekk sóknarleikur FH-inga nokkuð vel. Phil Döhler gerði hvað hann gat til að halda FH inn í leiknum og varði nokkur algjör dauðafæri. Staðan 14-20 að loknum fyrri hálfleik. Gytis Smantauskas tókst að skora tvö í röð í upphafi seinni hálfleiks á meðan liðsmenn SKA Minsk áttu í stökustu vandræðum með að skora sitt fyrsta mark í þeim hálfleik. Það kom þó eftir rúmar fimm mínútur. Varnarleikur FH var töluvert betri fyrsta korterið í síðari hálfleik heldur en hann hafði verið fyrr í leiknum. Eftir það korter bættu leikmenn SKA Minsk í sóknarleikinn og skoruðu tíu mörk síðasta korterið. FH-ingar gerðu hvað þeir gátu til að halda í við Hvít-rússana sem skilaði á endanum 29 mörkum, sem verður að teljast nokkuð gott gegn jafn sterku liði og SKA Minsk. Af hverju vann SKA Minsk? Einfaldlega betri handboltamenn. Sjáanlegur munur á hæfileikum og líkamlegu atgervi milli þessara liða. Greinilegt að um öflugt atvinnumannalið var að ræða sem var í heimsókn í dag í Krikanum. Hverjir stóðu upp úr? Egill Magnússon var frábær annan leikinn í röð fyrir FH sóknarlega. Tíu mörk úr tólf skotum á þeim bænum. Gytis Smantauskas var einnig flottur með sex mörk. Þeir tveir ásamt Phil Döhler virtust vera þeir einu sem áttu í fullu tré við Hvít-rússana. Hjá SKA Minsk var Uladzislau Kryvenka markahæstur með tíu mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur FH gekk ekki vel enda SKA Minsk hrikalega góðir í flest öllum sínum sóknaraðgerðum. Ásbjörn Friðriksson skoraði aðeins tvö mörk og var með nokkra tapaða bolta sem gerist ekki oft á þeim bænum. Oft verið meiri slagkraftur í Ásbirni í sóknarleik FH. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er seinni leikurinn í þessari rimmu, sem fer fram út í Minsk næsta laugardag. Sigursteinn Arndal: „Vorum einfaldlega að eiga við háklassa lið“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir tap.Vísir/Hulda Margrét Sigursteini var nokkuð sáttur þrátt fyrir erfiðan leik. „Erfiður leikur gegn ofboðslega góðu liði. Að sjálfsögðu get ég alltaf fundið einhverja hluti sem við getum gert betur en í dag var þetta bara ofboðslega erfitt varnarlega. Ég er mjög sáttur með hvernig við spiluðum sóknarlega. Skiluðum 29 mörkum, vorum agaðir, héldum boltanum lengi á lífi og þolinmóðir eftir réttum færum. Alls ekki ósáttur með mitt lið. Vorum einfaldlega að eiga við háklassa lið.“ Sigursteinn var hæstánægður með frammistöðu Egils Magnússonar í leiknum í dag. „Egill er frábær leikmaður. Það gleður mig mikið að hann sé að spila svona vel sóknarlega og ef hann heldur þessu áfram í deildinni þá hlakkar mér bara til.“ Handbolti FH
Fyrri leikur FH og SKA Minsk í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta karla fór fram í dag í Kaplakrika. Endaði hann með tapi heimamanna í FH 29-37. FH byrjaði vel. Eftir að SKA Minsk komst í 0-2 snéru FH-ingar leiknum við og komust í 5-3 eftir átta mínútna leik. Eftir þann kafla endurheimti SKA Minsk forustuna og lét hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Hafði það engin áhrif þó að Sigursteinn Arndal hafi tekið leikhlé eftir um þrettán mínútur, áfram héldu Hvít-rússarnir að keyra yfir FH sóknarlega. Þrátt fyrir mörk á færibandi frá Hvít-rússunum í öllum regnbogans litum gekk sóknarleikur FH-inga nokkuð vel. Phil Döhler gerði hvað hann gat til að halda FH inn í leiknum og varði nokkur algjör dauðafæri. Staðan 14-20 að loknum fyrri hálfleik. Gytis Smantauskas tókst að skora tvö í röð í upphafi seinni hálfleiks á meðan liðsmenn SKA Minsk áttu í stökustu vandræðum með að skora sitt fyrsta mark í þeim hálfleik. Það kom þó eftir rúmar fimm mínútur. Varnarleikur FH var töluvert betri fyrsta korterið í síðari hálfleik heldur en hann hafði verið fyrr í leiknum. Eftir það korter bættu leikmenn SKA Minsk í sóknarleikinn og skoruðu tíu mörk síðasta korterið. FH-ingar gerðu hvað þeir gátu til að halda í við Hvít-rússana sem skilaði á endanum 29 mörkum, sem verður að teljast nokkuð gott gegn jafn sterku liði og SKA Minsk. Af hverju vann SKA Minsk? Einfaldlega betri handboltamenn. Sjáanlegur munur á hæfileikum og líkamlegu atgervi milli þessara liða. Greinilegt að um öflugt atvinnumannalið var að ræða sem var í heimsókn í dag í Krikanum. Hverjir stóðu upp úr? Egill Magnússon var frábær annan leikinn í röð fyrir FH sóknarlega. Tíu mörk úr tólf skotum á þeim bænum. Gytis Smantauskas var einnig flottur með sex mörk. Þeir tveir ásamt Phil Döhler virtust vera þeir einu sem áttu í fullu tré við Hvít-rússana. Hjá SKA Minsk var Uladzislau Kryvenka markahæstur með tíu mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur FH gekk ekki vel enda SKA Minsk hrikalega góðir í flest öllum sínum sóknaraðgerðum. Ásbjörn Friðriksson skoraði aðeins tvö mörk og var með nokkra tapaða bolta sem gerist ekki oft á þeim bænum. Oft verið meiri slagkraftur í Ásbirni í sóknarleik FH. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er seinni leikurinn í þessari rimmu, sem fer fram út í Minsk næsta laugardag. Sigursteinn Arndal: „Vorum einfaldlega að eiga við háklassa lið“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir tap.Vísir/Hulda Margrét Sigursteini var nokkuð sáttur þrátt fyrir erfiðan leik. „Erfiður leikur gegn ofboðslega góðu liði. Að sjálfsögðu get ég alltaf fundið einhverja hluti sem við getum gert betur en í dag var þetta bara ofboðslega erfitt varnarlega. Ég er mjög sáttur með hvernig við spiluðum sóknarlega. Skiluðum 29 mörkum, vorum agaðir, héldum boltanum lengi á lífi og þolinmóðir eftir réttum færum. Alls ekki ósáttur með mitt lið. Vorum einfaldlega að eiga við háklassa lið.“ Sigursteinn var hæstánægður með frammistöðu Egils Magnússonar í leiknum í dag. „Egill er frábær leikmaður. Það gleður mig mikið að hann sé að spila svona vel sóknarlega og ef hann heldur þessu áfram í deildinni þá hlakkar mér bara til.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti