Erlent

Opna landamærin fyrir bólusetta 8. nóvember

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bólusettir munu geta ferðast til Bandaríkjanna frá og með 8. nóvember. 
Bólusettir munu geta ferðast til Bandaríkjanna frá og með 8. nóvember.  Vísir/Vilhelm

Bandarísku landamærin verða opnuð fyrir öllum bólusettum þann 8. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu en landamærin hafa lengið verið lokuð ferðamönnum. 

Þetta markar nýja stefnu hjá Bandaríkjunum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst en landamærin hafa að miklu leyti verið nær alveg lokuð fyrir ferðamönnum, þar á meðal ferðamönnum frá Evrópu, Indlandi, Brasilíu og Kína. Þetta á þó aðeins við um bólusetta ferðalanga en bólusettir verða ekki velkomnir til Bandaríkjanna, alla vega ekki strax.

Samkvæmt þessu nýja kerfi munu bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-próf sem er ekki meira en 72 klukkustunda gamalt þegar þeir ferðast til Bandaríkjanna og þurfa svo að gefa upp upplýsingar svo hægt sé að ná í þá. Óbólusettum verður nær alveg ómögulegt að ferðast til landsins, nema auðvitað óbólusettum Bandaríkjamönnum, sem þurfa að fara í Covid-próf. 

Stefnan var fyrst kynnt 20. september en þá var ekki ljóst hvenær þetta tæki gildi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×