Þá ræðum við við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur varaformann Sjálfstæðisflokksins en hún er enn einn fráfarandi ráðherrann sem vill aflétta öllum samkomutakmörkunum vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði á mánudag.
Við fjöllum einnig um kulnun grunnskólakennara en um fjórðungur þeirra mælist með kulnunareinkenni sem bregðast þarf við. Tæp fjögur prósent ættu að leita sér tafarlaust hjálpar. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.
Myndbandaspilari er að hlaða.